Hjörvar vill að Viðar Örn fái tækifærið á móti Króötum | Möguleikarnir í stöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:09 Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira