Risvandamál varð þeim besta að falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Jon Jones grét þegar tilkynnt var að hann féll á lyfjaprófi. vísir/getty Jon Jones, heimsmeistari í léttvigt í UFC, hefur verið úrskurðaður í eins árs keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Árangursbætandi lyfið sem hann tók hjálpaði honum þó ekki í búrinu, heldur í rúminu. BBC greinir frá. Jones, sem var á hátindinum að flestra mati besti UFC-bardagamaður sögunnar, féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200 bardagakvöldið þar sem hann átti að mæta Daniel Cormier. Tvö efni á bannlista fundust í lyfsýni hans. Bandaríska lyfjaeftirlitið, WADA úrskurðaði Jones í bann. Hann segir í yfirlýsingu sem hann sendi á ESPN að hann vonaðist eftir betri niðurstöðu en er ánægður að það sé komið á hreint að hann sé ekki svindlari.Daniel Cormier og Jon Jones áttu að mætast á UFC 200.vísir/gettyÍ lyfsýni Jones fundust bæði leifar af metabólískum efnum og hormónalyfjum en þau komu úr menguðum pillum sem íþróttastjarnan tók við risvandamáli sínu. Jones grét hástöfum á blaðamannafundi þegar tilkynnt var að hann féll á lyfjabanni í sumar og sagðist aldrei hafa vísvitandi tekið ólögleg lyf. Sérstök nefnd innan lyfjaeftirlitsins rannsakaði málið og fannst málflutningur Jones trúverðugur. Pillurnar sem hann tók við risvandamálinu voru skoðaðar og þar kom sannleikurinn í ljós. Nefndið sagði að tilgangur lyfsins „væri að auka getu í kynlífi en ekki í íþróttum.“ Í skýrslu nefndarinnar kom enn fremur fram að Jones „væri ekki svindlari“ og að hann myndi ekki bara missa af ári frá keppni vegna alls þessa heldur verður hann af níu milljónum dala í tekjur. MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Jon Jones, heimsmeistari í léttvigt í UFC, hefur verið úrskurðaður í eins árs keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Árangursbætandi lyfið sem hann tók hjálpaði honum þó ekki í búrinu, heldur í rúminu. BBC greinir frá. Jones, sem var á hátindinum að flestra mati besti UFC-bardagamaður sögunnar, féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200 bardagakvöldið þar sem hann átti að mæta Daniel Cormier. Tvö efni á bannlista fundust í lyfsýni hans. Bandaríska lyfjaeftirlitið, WADA úrskurðaði Jones í bann. Hann segir í yfirlýsingu sem hann sendi á ESPN að hann vonaðist eftir betri niðurstöðu en er ánægður að það sé komið á hreint að hann sé ekki svindlari.Daniel Cormier og Jon Jones áttu að mætast á UFC 200.vísir/gettyÍ lyfsýni Jones fundust bæði leifar af metabólískum efnum og hormónalyfjum en þau komu úr menguðum pillum sem íþróttastjarnan tók við risvandamáli sínu. Jones grét hástöfum á blaðamannafundi þegar tilkynnt var að hann féll á lyfjabanni í sumar og sagðist aldrei hafa vísvitandi tekið ólögleg lyf. Sérstök nefnd innan lyfjaeftirlitsins rannsakaði málið og fannst málflutningur Jones trúverðugur. Pillurnar sem hann tók við risvandamálinu voru skoðaðar og þar kom sannleikurinn í ljós. Nefndið sagði að tilgangur lyfsins „væri að auka getu í kynlífi en ekki í íþróttum.“ Í skýrslu nefndarinnar kom enn fremur fram að Jones „væri ekki svindlari“ og að hann myndi ekki bara missa af ári frá keppni vegna alls þessa heldur verður hann af níu milljónum dala í tekjur.
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira