25 ár síðan Magic Johnson sjokkeraði heiminn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 20:15 Earvin "Magic“ Johnson er 57 ára gamall og enn í fullu fjöri, Vísir/Getty 7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira