Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi ræddu ákvörðun Grindvíkinga að reka Björn Steinar Brynjólfsson í þætti föstudagsins en Birni var sagt upp störfum í vikunni og opinbera skýringin var sú að hann hefði misst leikmannaklefann.
Var litið til þess að Bjarni Magnússon sem tók við liðinu verður tíundi þjálfarinn á síðustu fimm árum eða að meðaltali tveir á ári.
„Þú nærð aldrei neinu sambandi á milli þjálfara og leikmanna þegar þú skiptir um þjálfara jafn ört og þú skiptir um nærbuxur,“ sagði Hermann Hauksson en Fannar Ólafsson sendi stjórnarmönnum Grindavíkur skýr skilaboð:
„Mér langar að skilja hvaða kjaftæði þetta er, það kom sama saga um að Margrét hefði misst klefann í Keflavík. Menn hlusta of mikið á unga leikmenn með volæði í stað þess að segja þeim einfaldlega að þegja,“ sagði Fannar og hélt áfram:
„Ungir leikmenn sem vita ekki um hvað lífið snýst, það ætti að segja þeim að þegja. Við höfum öll verið þarna, krakkar á aldrinum 16-22 ára sem er ekki með allt á hreinu. Stjórnarmenn ættu bara að standa með þjálfaranum og ekki hlusta á þetta rugl. Leikmenn eiga ekki að ráða hvernig liðinu er stillt upp, frekar ætti að láta þessa krakka fara og einhver annar tekur við.“
Körfuboltakvöld: Stjórnir ættu að standa í lappirnar og neita vælandi krökkum
Tengdar fréttir

Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara
Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins.

Fráfarandi þjálfari Grindavíkur: Rétt skal vera rétt, ég var rekinn
Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.

Grindvíkingar í þjálfaraleit
Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta.

Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum
Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara.