Fráfarandi þjálfari Grindavíkur: Rétt skal vera rétt, ég var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2016 16:40 Björn Steinar lék lengi með karlaliði Grindavíkur. vísir/stefán Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16
Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20
Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08
Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30