Sport

Minnisvarði um silfurstökk Vilhjálms Einarssonar sýnir stökkið hans í fullri stærð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Einarsson.
Vilhjálmur Einarsson.
Vilhjálmur Einarsson vann fyrstur Íslendinga verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu 1956.

Þann 27. nóvember næstkomandi verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.26 metra í þrístökki í Melborne. Menn fyrir austan ætla að minnast þess sem skemmtilegum hætti.  Frjálsíþróttasambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Vilhjálmur fær nú sérstaka minnisvarða um þetta glæsilega afrek sitt og verður hann settur upp á flötinni fyrir framan Vilhjálmsvöll.

Silfurstökk Vilhjálms var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun.

Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá Vilhjálmi og er hann eini íslenski einstaklingurinn sem hefur náð öðru sæti í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum.

Minnisvarðinn sýnir í fullri stærð lengd stökksins 16.25 metrar og ber hann heitið „Silfurstökkið“.  

Afhjúpun minnisvarðans fer fram með athöfn laugardaginn 5. nóvember kl. 15.00 við Hettuna á Egilsstöðum. Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×