Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Ladies European Tour Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á degi tvö á 33 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún er þar með samanlagt á tiu höggum undir pari og heldur með því efsta sætinu. Ólafía Þórunn hefur verið nálægt því að fá fugla á þremur öðrum holum á fyrstu níu holunum og hún er því að slá mjög vel inn á flöt. Ólafía náði meðal annars einu mögnuðu höggi inn á flötina sem fór síðan alla leið í holu. Englendingurinn Georgia Hall spilaði á átta undir pari í dag og þar með á tíu undir samanlagt. Hall lék á 70 höggum í gær en 64 höggum í dag. Ólafía Þórunn deilir efsta sætinu með Hall og þær eru síðan með eins högg forskot á hina þýsku Oliviu Cowan. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á degi tvö á 33 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún er þar með samanlagt á tiu höggum undir pari og heldur með því efsta sætinu. Ólafía Þórunn hefur verið nálægt því að fá fugla á þremur öðrum holum á fyrstu níu holunum og hún er því að slá mjög vel inn á flöt. Ólafía náði meðal annars einu mögnuðu höggi inn á flötina sem fór síðan alla leið í holu. Englendingurinn Georgia Hall spilaði á átta undir pari í dag og þar með á tíu undir samanlagt. Hall lék á 70 höggum í gær en 64 höggum í dag. Ólafía Þórunn deilir efsta sætinu með Hall og þær eru síðan með eins högg forskot á hina þýsku Oliviu Cowan. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58
Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10
Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30
Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27