Golf

Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Ladies European Tour
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí.

Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á degi tvö á 33 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún er þar með samanlagt á tiu höggum undir pari og heldur með því efsta sætinu.

Ólafía Þórunn hefur verið nálægt því að fá fugla á þremur öðrum holum á fyrstu níu holunum og hún er því að slá mjög vel inn á flöt. Ólafía náði meðal annars einu mögnuðu höggi inn á flötina sem fór síðan alla leið í holu.

Englendingurinn Georgia Hall spilaði á átta undir pari í dag og þar með á tíu undir samanlagt. Hall lék á 70 höggum í gær en 64 höggum í dag.

Ólafía Þórunn deilir efsta sætinu með Hall og þær eru síðan með eins högg forskot á hina þýsku Oliviu Cowan.

Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×