Klúður ársins í NBA-deildinni er þegar komið.
Það er í boði Sam Dekker, leikmanns Houston Rockets, og kom í leik Rockets og NY Knicks í nótt.
Dekker var í frekar auðveldu hraðaupphlaupi en tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að fella sjálfan sig.
Ótrúlega neyðarlegt en Dekker stóð upp og hélt áfram. Spurning hvort Fannar Ólafsson þurfi ekki að taka þetta atvik í næsta pakka af Fannar skammar í körfuboltakvöldi Dominos.
Atvikið má sjá hér að ofan.
