Óásættanleg niðurstaða kjararáðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 10:02 "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ VÍSIR/VILHELM Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs um hækkun launa forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra sé óásættanleg. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag að launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. „Það er algerlega óásættanlegt að kjararáð telji eðlilegt að hækka laun einstakra hópa langt, langt umfram það sem þorra launamanna stendur til boða. Það verður ekki nóg fyrir komandi ríkisstjórn að gefa strax út yfirlýsingu um að þetta verði dregið til baka – hún verður að tryggja að slíkt gerist ekki aftur,“ segir í tilkynningunni. Telur félagið að hætt sé við því að sá stöðugleiki sem stjórnmálamenn hafa lagt áherslu á að ríki í landinu muni hverfa „eins og dögg fyrir sólu.“ „Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á. Félag grunnskólakennara er reiðubúið í viðræður um slíkar leiðréttingar á launum hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs um hækkun launa forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra sé óásættanleg. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag að launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. „Það er algerlega óásættanlegt að kjararáð telji eðlilegt að hækka laun einstakra hópa langt, langt umfram það sem þorra launamanna stendur til boða. Það verður ekki nóg fyrir komandi ríkisstjórn að gefa strax út yfirlýsingu um að þetta verði dregið til baka – hún verður að tryggja að slíkt gerist ekki aftur,“ segir í tilkynningunni. Telur félagið að hætt sé við því að sá stöðugleiki sem stjórnmálamenn hafa lagt áherslu á að ríki í landinu muni hverfa „eins og dögg fyrir sólu.“ „Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á. Félag grunnskólakennara er reiðubúið í viðræður um slíkar leiðréttingar á launum hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13