Orðinn allra karla elstur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 09:45 Rögnvaldur í hríðarhraglanda á nýju Morsárbrúnni á Skeiðarársandi. Hann byrjaði í brúarsmíði hjá Vegagerðinni árið 1964. Mynd/Björgvin Sigurjónsson Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“ Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið