Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Þór Þ. 80-69 | Akureyringar unnu Þórsslaginn Arnar Geir Halldórsson í Höllinni Akureyri skrifar 18. nóvember 2016 22:15 Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs Ak. vísir/eyþór Þór frá Akureyri vann fyrsta einvígi Þórsliðanna í efstu deild er Þórsarar frá Þorlákshöfn komu í heimsókn norður. Þorlákshafnarbúar voru að elta allan leikinn og heimamenn frá Akureyri sigldu heim sanngjörnum og öruggum sigri. Sætur sigur fyrir Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs frá Akureyri, en hann þjálfaði Þorlákshafnar-Þórsara áður en hann fór norður.Þór Ak.-Þór Þ. 80-69 (25-18, 24-14, 14-16, 17-21)Þór Ak.: George Beamon 22/10 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/12 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 14/9 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 9/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Sindri Davíðsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 23/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/7 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 5, Ragnar Örn Bragason 3, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.Af hverju vann Þór? Þór var alltaf að fara að vinna þennan leik, það liggur í augum uppi. Að öllu gamni slepptu mættu Akureyringar miklu ákveðnari til leiks og lögðu grunninn að sigrinum með frábærum varnarleik í fyrri hálfleik, þá sérstaklega í öðrum leikhluta. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður lengstum og voru bæði lið að skjóta illa utan af velli. Munurinn var hinsvegar sá að Akureyringar voru öflugri að keyra á körfina og ná sér í vítaskot á meðan Þorlákshafnar Þórsarar héldu áfram að skjóta þó ekkert væri að detta. Þá vógu fráköstin þungt en heimamenn tóku 20 sóknarfraköst í leiknum, og það þrátt fyrir að aðalmiðherji liðsins, Tryggvi Snær Hlinason, hafi lítið spilað þar sem hann er að jafna sig af veikindum.Bestu menn vallarins Eins og stundum áður var það góð liðsframmistaða hjá Þór Akureyri sem skóp sigurinn undir öruggri handleiðslu reynsluboltanna Darrel Lewis og Danero Thomas. Þó bekkurinn hafi ekki skilað gífurlega mörgum stigum á töfluna áttu þeir Ingvi Rafn Ingvarsson, Tryggvi Snær Hlinason og Sindri Davíðsson allir mjög góða innkomu. Sérstaklega verður að minnast á þátt Sindra í varnarleiknum en hann kom inn með mikinn kraft í varnarleik heimamanna. Tobin Carberry var fyrirferðamikill hjá Þorlákshafnar Þórsurum en hann hefur oft átt betri leik en í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Heimamenn í Þór Akureyri voru virkilega grimmir undir körfunni á báðum endum vallarins og tóku gestina algjörlega í bakaríið í frákastabaráttunni. Sérstaka athygli vekur að Þór Ak. tekur tuttugu sóknarfráköst í leiknum og þar af eru fimm frá bakverðinum Ingva Rafni Ingvarssyni. Alls taka heimamenn 54 fráköst á móti 38 fráköstum gestanna.Hvað gekk illa? Skotnýting beggja liða var alls ekki góð og sérstaklega var þriggja stiga nýtingin herfileg. Gestirnir skora aðeins þrjár þriggja stiga körfur úr 29 tilraunum á meðan heimamenn skoruðu jafnmarga þrista úr 20 tilraunum. Tveir af þessum þristum hjá gestunum komu undir lok leiks.Einar Árni: Ekki erfitt að vinna okkur í kvöld Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ómyrkur í máli eftir leikinn og sagði sína menn hafa verið langt frá sínu besta. „Þetta voru vonbrigði hjá okkur í kvöld. Við vorum frekar soft í þessum leik. Þeir taka mikið af sóknarfráköstum sem gerir okkur erfitt fyrir og mér fannst við lítið láta reyna á varnarleikinn þeirra. Svo hittum við ekki neitt og það eru margir þættir sem voru mjög daprir hjá okkur. Það var held ég ekki svakalega erfitt að vinna okkur í kvöld en Þórsararnir fá hrós frá mér. Þeir voru mjög góðir.“ Heimamenn voru með sautján stiga forystu í hálfleik. Hvað var í gangi hjá gestunum í fyrri hálfleik? „Sóknarleikurinn var dapur, það vantaði allt tempó og við vorum að hitta mjög illa. Vörnin var hriplek, við vorum veikir fyrir og þeir taka ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleiknum. En við komum inn í seinni hálfleikinn af miklum krafti og minnkum muninn í sex stig. Það fer heilmikil orka í það og svo vorum óheppnir eftir það, með villur og fleira. Þeir voru í raun bara töluvert betri en við í dag. “ Þorlákshafnar Þórsarar unnu góðan sigur á KR í þarsíðustu umferð en hefur síðan tapað tveim leikjum í röð. Einar Árni segir sigurinn á KR ekki hafa haft slæm áhrif á leikmannahópinn. „Alls ekki. Ég held að það hafi allir gert sér grein fyrir því að þessi nóvember mánuður yrði mjög erfiður. Við fórum í DHL-höllina á móti KR og fáum Stjörnuna í heimsókn. Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og við vissum líka að það yrði mjög erfitt að koma hingað norður. Við fáum Tindastól heim í næsta leik og það var alltaf vitað að við værum að fara í erfiðan mánuð. KR sigurinn hefði bara átt að gefa okkur sjálfstraust. Stjarnan spilaði ábyggilega sinn besta leik á móti okkur svo ég tel okkur ekki hafa farið fram úr okkur eftir KR leikinn. “Benedikt Guðmundsson: Ætti að athuga með appelsínurnar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Akureyrar Þórsara, var sigurreifur eftir að hafa séð lið sitt leika hans gamla lið grátt. „Ég er ánægður að vinna þennan leik. Við þurftum þessi stig og nú eru þau í húsi. Nú þurfum við bara að halda áfram að safna fleirum. Það var meiri orka, grimmd og hjarta í okkur. Strákarnir hafa aldrei komið jafn stemmdir inn í klefa og hvort það var nýji maðurinn eða hvað, ég veit það ekki. Þetta var okkar besti leikur í vetur og er vonandi það sem koma skal. “ Heimamenn fóru með sautján stiga forystu í leikhlé en mættu illa til leiks í síðari hálfleik og tók Benedikt leikhlé eftir rúma eina mínútu af síðari hálfleiknum. „Ég var nýbúinn að fara yfir hlutina í hálfleiknum og við höfum ansi oft byrjað illa í seinni hálfleik. Eftir frábæra baráttu og stemningu í fyrri hálfleik virtust menn hafa dottið niður í hálfleiknum, inní klefa. Menn eru að fá sér appelsínur eða eitthvað og ég ætti kannski að athuga með appelsínurnar, hvort þær dragi menn niður. Við komum ansi oft flatir úr hálfleiknum. “ Benedikt skipti um Bandaríkjamann í vikunni þegar hann sendi Jalen Riley heim og tók George Beamon inn í staðinn. Hvað lá að baki þeirri ákvörðun? „Við vorum alls ekkert að kenna honum um eitt eða neitt. Ég valdi bara ekki nógu vel og taldi mig þurfa öðruvísi týpu sem kemur með meiri orku inn í liðið og betri varnarleik. Nú erum við fjölhæfari varnarmann. Jalen er fínn náungi og hann skoraði mörg stig fyrir okkur en gerði ekkert mikið meira en það. “ segir Benedikt. Athygli vakti að landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hóf leik á varamannabekknum og spilaði aðeins 17 mínútur. Hver var ástæðan fyrir því? „Tryggvi var að stíga upp úr veikindum. Hann er búinn að vera veikur í vikunni og hefur ekkert getað borðað. Hann var með niðurgang og fleira. Þröstur er búinn að vera flottur á æfingum í vikunni. Tryggvi verður hundrað prósent klár í næsta leik.“ Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Þór frá Akureyri vann fyrsta einvígi Þórsliðanna í efstu deild er Þórsarar frá Þorlákshöfn komu í heimsókn norður. Þorlákshafnarbúar voru að elta allan leikinn og heimamenn frá Akureyri sigldu heim sanngjörnum og öruggum sigri. Sætur sigur fyrir Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs frá Akureyri, en hann þjálfaði Þorlákshafnar-Þórsara áður en hann fór norður.Þór Ak.-Þór Þ. 80-69 (25-18, 24-14, 14-16, 17-21)Þór Ak.: George Beamon 22/10 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/12 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 14/9 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 9/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Sindri Davíðsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 23/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/7 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 5, Ragnar Örn Bragason 3, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.Af hverju vann Þór? Þór var alltaf að fara að vinna þennan leik, það liggur í augum uppi. Að öllu gamni slepptu mættu Akureyringar miklu ákveðnari til leiks og lögðu grunninn að sigrinum með frábærum varnarleik í fyrri hálfleik, þá sérstaklega í öðrum leikhluta. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður lengstum og voru bæði lið að skjóta illa utan af velli. Munurinn var hinsvegar sá að Akureyringar voru öflugri að keyra á körfina og ná sér í vítaskot á meðan Þorlákshafnar Þórsarar héldu áfram að skjóta þó ekkert væri að detta. Þá vógu fráköstin þungt en heimamenn tóku 20 sóknarfraköst í leiknum, og það þrátt fyrir að aðalmiðherji liðsins, Tryggvi Snær Hlinason, hafi lítið spilað þar sem hann er að jafna sig af veikindum.Bestu menn vallarins Eins og stundum áður var það góð liðsframmistaða hjá Þór Akureyri sem skóp sigurinn undir öruggri handleiðslu reynsluboltanna Darrel Lewis og Danero Thomas. Þó bekkurinn hafi ekki skilað gífurlega mörgum stigum á töfluna áttu þeir Ingvi Rafn Ingvarsson, Tryggvi Snær Hlinason og Sindri Davíðsson allir mjög góða innkomu. Sérstaklega verður að minnast á þátt Sindra í varnarleiknum en hann kom inn með mikinn kraft í varnarleik heimamanna. Tobin Carberry var fyrirferðamikill hjá Þorlákshafnar Þórsurum en hann hefur oft átt betri leik en í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Heimamenn í Þór Akureyri voru virkilega grimmir undir körfunni á báðum endum vallarins og tóku gestina algjörlega í bakaríið í frákastabaráttunni. Sérstaka athygli vekur að Þór Ak. tekur tuttugu sóknarfráköst í leiknum og þar af eru fimm frá bakverðinum Ingva Rafni Ingvarssyni. Alls taka heimamenn 54 fráköst á móti 38 fráköstum gestanna.Hvað gekk illa? Skotnýting beggja liða var alls ekki góð og sérstaklega var þriggja stiga nýtingin herfileg. Gestirnir skora aðeins þrjár þriggja stiga körfur úr 29 tilraunum á meðan heimamenn skoruðu jafnmarga þrista úr 20 tilraunum. Tveir af þessum þristum hjá gestunum komu undir lok leiks.Einar Árni: Ekki erfitt að vinna okkur í kvöld Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ómyrkur í máli eftir leikinn og sagði sína menn hafa verið langt frá sínu besta. „Þetta voru vonbrigði hjá okkur í kvöld. Við vorum frekar soft í þessum leik. Þeir taka mikið af sóknarfráköstum sem gerir okkur erfitt fyrir og mér fannst við lítið láta reyna á varnarleikinn þeirra. Svo hittum við ekki neitt og það eru margir þættir sem voru mjög daprir hjá okkur. Það var held ég ekki svakalega erfitt að vinna okkur í kvöld en Þórsararnir fá hrós frá mér. Þeir voru mjög góðir.“ Heimamenn voru með sautján stiga forystu í hálfleik. Hvað var í gangi hjá gestunum í fyrri hálfleik? „Sóknarleikurinn var dapur, það vantaði allt tempó og við vorum að hitta mjög illa. Vörnin var hriplek, við vorum veikir fyrir og þeir taka ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleiknum. En við komum inn í seinni hálfleikinn af miklum krafti og minnkum muninn í sex stig. Það fer heilmikil orka í það og svo vorum óheppnir eftir það, með villur og fleira. Þeir voru í raun bara töluvert betri en við í dag. “ Þorlákshafnar Þórsarar unnu góðan sigur á KR í þarsíðustu umferð en hefur síðan tapað tveim leikjum í röð. Einar Árni segir sigurinn á KR ekki hafa haft slæm áhrif á leikmannahópinn. „Alls ekki. Ég held að það hafi allir gert sér grein fyrir því að þessi nóvember mánuður yrði mjög erfiður. Við fórum í DHL-höllina á móti KR og fáum Stjörnuna í heimsókn. Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og við vissum líka að það yrði mjög erfitt að koma hingað norður. Við fáum Tindastól heim í næsta leik og það var alltaf vitað að við værum að fara í erfiðan mánuð. KR sigurinn hefði bara átt að gefa okkur sjálfstraust. Stjarnan spilaði ábyggilega sinn besta leik á móti okkur svo ég tel okkur ekki hafa farið fram úr okkur eftir KR leikinn. “Benedikt Guðmundsson: Ætti að athuga með appelsínurnar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Akureyrar Þórsara, var sigurreifur eftir að hafa séð lið sitt leika hans gamla lið grátt. „Ég er ánægður að vinna þennan leik. Við þurftum þessi stig og nú eru þau í húsi. Nú þurfum við bara að halda áfram að safna fleirum. Það var meiri orka, grimmd og hjarta í okkur. Strákarnir hafa aldrei komið jafn stemmdir inn í klefa og hvort það var nýji maðurinn eða hvað, ég veit það ekki. Þetta var okkar besti leikur í vetur og er vonandi það sem koma skal. “ Heimamenn fóru með sautján stiga forystu í leikhlé en mættu illa til leiks í síðari hálfleik og tók Benedikt leikhlé eftir rúma eina mínútu af síðari hálfleiknum. „Ég var nýbúinn að fara yfir hlutina í hálfleiknum og við höfum ansi oft byrjað illa í seinni hálfleik. Eftir frábæra baráttu og stemningu í fyrri hálfleik virtust menn hafa dottið niður í hálfleiknum, inní klefa. Menn eru að fá sér appelsínur eða eitthvað og ég ætti kannski að athuga með appelsínurnar, hvort þær dragi menn niður. Við komum ansi oft flatir úr hálfleiknum. “ Benedikt skipti um Bandaríkjamann í vikunni þegar hann sendi Jalen Riley heim og tók George Beamon inn í staðinn. Hvað lá að baki þeirri ákvörðun? „Við vorum alls ekkert að kenna honum um eitt eða neitt. Ég valdi bara ekki nógu vel og taldi mig þurfa öðruvísi týpu sem kemur með meiri orku inn í liðið og betri varnarleik. Nú erum við fjölhæfari varnarmann. Jalen er fínn náungi og hann skoraði mörg stig fyrir okkur en gerði ekkert mikið meira en það. “ segir Benedikt. Athygli vakti að landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hóf leik á varamannabekknum og spilaði aðeins 17 mínútur. Hver var ástæðan fyrir því? „Tryggvi var að stíga upp úr veikindum. Hann er búinn að vera veikur í vikunni og hefur ekkert getað borðað. Hann var með niðurgang og fleira. Þröstur er búinn að vera flottur á æfingum í vikunni. Tryggvi verður hundrað prósent klár í næsta leik.“
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira