Íslendingar hafa bjargað 871 flóttamönnum við hrikalegar aðstæður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Jóhanna heldur um höfuð flóttamanns sem bjargað var úr sjávarháska. Mynd/Þórir Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira