Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 98-88 | Logi og Bonneau í ham Guðmundur Steinarsson í Ljónagryfjunni skrifar 16. nóvember 2016 22:30 Logi Gunnarsson skoraði 34 stig. Vísir/Vilhelm Njarðvík vann mikilvægan sigur á Haukum, 98-88, þegar liðin mættust í fyrsta leik 7. umferðar Domino's deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau fóru fyrir liði Njarðvíkur og skoruðu samtals 61 stig í leiknum. Logi skoraði 34 stig og Bonneau 27 stig. Njarðvík mætti í kvöld með nýjan leikmann, Jeremy Atkinson, sem var mættur á svæðið. Atkinson lék 19 leiki með liðinu á síðasta tímabili því öllum hnútum kunnugur í Ljónagryfjunni. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, Njarðvík þó ívið sterkari og tóku forystuna strax. Heimamenn með Loga fremstan í flokki voru alltaf skrefi framar en Haukamenn sem hleyptu Njarðvíkingum aldrei langt fram úr sér, munurinn var þetta 4-7 stig. Gömlu mennirnir hjá Njarðvík Logi og Páll Kristinsson voru sterkir í fyrri hálfleik og samvinna þeirra að skila heimamönnum mörgum stigum. Haukar náðu samt að vera einu stigi yfir í hálfleik 53-54. Sherrod Wright atkvæðamikill fyrir Hauka með 23 stig í fyrri hálfleik. Atkinson fékk tæknivillu í hálfeik er hann barði í einn af stólunum á varamannabekkjunum og því byrjuðu Haukar seinni hálfleik á vítalínunni. Haukar voru mikið betri í þriðja leikhluta og náðu fínu forskoti á tímabili, ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Bonneau fyrir Njarðvík sem skoraði nánast að vild í þessum leikhluta. Staðan 69-74 fyrir Hauka. Fjórði leikhluti var spennandi lengstum. Haukar voru komnir með 8 stiga forskot þegar Njarðvíkingar sögðu hingað og ekki lengra. Logi byrjaði endurkomuna með þriggja stiga körfu og reif liðið með sér, í kjölfarið fór liðið að spila fastari vörn og náðu að stoppa Haukana ítrekað á þessum kafla. Heimamenn gengu á lagið, Bonneau og Logi skiptust á að skora og Njarðvíkingar sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 98-88, Njarðvík í vil.Tölfræði leiks: Njarðvík-Haukar 98-88 (25-23, 28-31, 16-21, 29-13)Njarðvík: Logi Gunnarsson 34, Stefan Bonneau 27, Jeremy Martez Atkinson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 10/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 7/7 fráköst, Páll Kristinsson 3/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Jón Arnór Sverrisson 3/5 stolnir.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/9 fráköst, Emil Barja 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11/7 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 8/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 7/6 fráköst, Breki Gylfason 5.Af hverju vann Njarðvík? Þeir vildu sigurinn meira ef svo mætti segja. Þegar á reyndi voru það heimamenn sem voru skynsamari í sínum aðgerðum. Í fjórða leikhluta þegar Njarðvík gerði áhlaup voru Haukar ekki tilbúnir og léta það fara í taugarnar á sér. Haukar voru allt að því barnalegir í sóknarleik sínum og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum í hendur Njarðvíkinga sem nýttu sóknir sínar vel og sigldu fram úr. Heimamenn unnu lokaleikhlutann 29-14.Bestu menn vallarins: Logi var svakalegur í kvöld, hann setti 22 stig í fyrri hálfleik og setti niður 8 af 10 skotum sínum þar af 4 þriggja stiga. Logi endaði með 34 stig í kvöld. Bonneau átti líka mjög góðan leik og steig upp í þriðja leikhluta þegar Logi hafði aðeins hægt um sig. Bonneau með 27 stig og skoraði mikilvægar körfur þegar mest á reyndi. Það var ekki bara sóknarleikur sem skilaði sigri, Jóhann Árni var sem klettur í vörn Njarðvíkur í kvöld og hann límdi hana saman í lokin þegar á þurfti að halda.Tölfræði sem vakti athygli: Vítanýting Njarðvíkinga var frekar léleg 19 af 26 skotum eða 73% og hún var verri hjá Haukum eða 60% hittu úr 12 af 20 vítaskotum sem þeir fengu. Haukar voru með 17 tapaða bolta og voru ansi margir af þeim í loka fjórðungnum. Njarðvík var undir í frákastabaráttunni en Haukar tóku 43 fráköst á móti 28 fráköstum heimamanna.Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa í fyrri hálfleik að slíta sig frá Haukum og svo öfugt í seinni hálfleik, þegar Haukum gekk illa að slíta sig frá Njarðvík. Bæði lið fengu fín tækifæri til að komast almennilega fram úr og ná góðri forystu. En það var líkt og menn hefðu ekki áhuga á að kafsigla hvorn annan og það vantaði þetta margumtalaða drápseðli í liðin.Bein lýsing: Njarðvík - HaukarLogi: Bjartsýnn á framhaldið Logi Gunnarsson var kátur eftir leikinn í kvöld. „Þetta var erfitt, Haukar eru með gott lið sem fór í úrslit í fyrra og hafa ekki mist mikið og eru með góða liðsheild,“ sagði Logi í samtali við Vísi að leik loknum. Njarðvík var skrefi á undan í kvöld en misstu Hauka fram úr sér á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Spurður hvort það hafi farið um Njarðvikinga þá sagði Logi: „Já aðeins en ekkert panik. Við sáum að sóknin hjá okkur var góð í fyrri hálfleik en vörnin götótt, þannig að við hertum aðeins tökin þar.“ Logi skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 34 stig en skoraði ekkert í þriðja leikhluta. „Ég fór í leikinn með varnarleik efst í huga, ætlaði að reyna halda aftur af Sherrod Wright. En svo fékk ég fín skot í fyrri hálfleik sem ég tók. Svo fór mikil orka í það að hlaupa á eftir honum [Sherrod Wright] í seinni hálfleik þannig ég tók smá pásu í sóknarleiknum í þriðja leikhluta til að eiga nóg inni fyrir síðasta leikhlutann,“ sagði Logi léttur í bragði. Jeremy Atkinson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir Njarðvík og fannst Loga muna um hann og þá sérstaklega fyrir skyttur liðsins sem fengu opnari skot en áður. „Hann er nýkominn og á eftir að komast í betra form, svipað og í fyrra og það gekk vel þá að koma honum í stand og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Logi sem var besti maður vallarins í kvöld.Ívar: Köstum þessu frá okkur í loka fjórðungnum „Við náum einhverjum 8-9 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Svo tekur Njarðvík leikhlé og þá töpum við 6 boltum í næstu 8 sóknum og það er of mikið,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, frekar ósáttur við sína menn. Eftir þetta var erfit fyrir leikmenn Hauka að snúa taflinu við aftur og því fór sem fór. „Við töpum leiknum þegar við erum búnir að ná forystunni því þá gerum við mikið af mistökum, Emil [Barja] og Hjálmar [Stefánsson] voru að tapa mikið af boltum fyrir okkur þarna og það var of dýrt,“ sagði Ívar eftir leikinn í kvöld. Ívar minntist á það fyrir leik að skyttur Njarðvíkinga væri eitthvað sem að sínir menn þyrftu að reyna stoppa. „Þeir hitta gríðarlega vel hérna í kvöld og Logi var á eldi og hitti nánast úr öllu, meira segja þegar hann trúði ekki sjáfur að hann mundi hitta,“ sagði Ívar við blaðamann Vísis í kvöld. Honum fannst Haukar vera að ná tökunum á leiknum með því að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks og með góðum þriðja leikhluta. En þegar að lið tapar boltanum svona oft á ögurstundu að þá er erfitt að ætlast til þess að vinna leiki. „Við erum að henda þessum leik frá okkur á okkar eigin mistökum og það er það grátlega við þetta,“ sagði Ívar að lokum heldur súr.Daníel Guðni: Góð afmælisgjöf Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var virkilega glaður með sína menn í kvöld og þakkaði þeim fyrir snemmbúna afmælisgjöf. Lappinn verður þrítugur á morgun og við á Vísi óskum honum til hamingju með daginn. „Ég var mjög ánægður með vinnusemina hjá strákunum og sérstaklega í seinni hálfleik. Atkinson þurfti að fá tæknivillu til að kveikja aðeins á sér og var öflugur eftir það,“ sagði Daníel við blaðamann Vísis eftir leik. Njarðvík var með forystu nánast allan fyrri hálfleik en missti hana frá sér á lokasekúndunum. „Það hefur ekkert upp á sig öskra á fullorðna menn, við fórum bara yfir þetta á rólegu nótunum. Við þurftum bara að fylgja okkar leikskipulagi sama hvað staðan var. Um leið og við gerðum þá hluti sem við höfum stjórn á vel að þá fór þetta að snúast okkur í vil,“ sagði Daníel. Atkinson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og var Daníel virkilega ánægður með hans framlega og finnst ómetanlegt að fá hann inn í hópinn. „Hann var að valda usla, taka fráköst og spila hörku vörn. Við þurftum kjöt í teiginn og hann er kærkomin viðbót,“ sagði Daníel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Njarðvík vann mikilvægan sigur á Haukum, 98-88, þegar liðin mættust í fyrsta leik 7. umferðar Domino's deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau fóru fyrir liði Njarðvíkur og skoruðu samtals 61 stig í leiknum. Logi skoraði 34 stig og Bonneau 27 stig. Njarðvík mætti í kvöld með nýjan leikmann, Jeremy Atkinson, sem var mættur á svæðið. Atkinson lék 19 leiki með liðinu á síðasta tímabili því öllum hnútum kunnugur í Ljónagryfjunni. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, Njarðvík þó ívið sterkari og tóku forystuna strax. Heimamenn með Loga fremstan í flokki voru alltaf skrefi framar en Haukamenn sem hleyptu Njarðvíkingum aldrei langt fram úr sér, munurinn var þetta 4-7 stig. Gömlu mennirnir hjá Njarðvík Logi og Páll Kristinsson voru sterkir í fyrri hálfleik og samvinna þeirra að skila heimamönnum mörgum stigum. Haukar náðu samt að vera einu stigi yfir í hálfleik 53-54. Sherrod Wright atkvæðamikill fyrir Hauka með 23 stig í fyrri hálfleik. Atkinson fékk tæknivillu í hálfeik er hann barði í einn af stólunum á varamannabekkjunum og því byrjuðu Haukar seinni hálfleik á vítalínunni. Haukar voru mikið betri í þriðja leikhluta og náðu fínu forskoti á tímabili, ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Bonneau fyrir Njarðvík sem skoraði nánast að vild í þessum leikhluta. Staðan 69-74 fyrir Hauka. Fjórði leikhluti var spennandi lengstum. Haukar voru komnir með 8 stiga forskot þegar Njarðvíkingar sögðu hingað og ekki lengra. Logi byrjaði endurkomuna með þriggja stiga körfu og reif liðið með sér, í kjölfarið fór liðið að spila fastari vörn og náðu að stoppa Haukana ítrekað á þessum kafla. Heimamenn gengu á lagið, Bonneau og Logi skiptust á að skora og Njarðvíkingar sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 98-88, Njarðvík í vil.Tölfræði leiks: Njarðvík-Haukar 98-88 (25-23, 28-31, 16-21, 29-13)Njarðvík: Logi Gunnarsson 34, Stefan Bonneau 27, Jeremy Martez Atkinson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 10/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 7/7 fráköst, Páll Kristinsson 3/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Jón Arnór Sverrisson 3/5 stolnir.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/9 fráköst, Emil Barja 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11/7 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 8/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 7/6 fráköst, Breki Gylfason 5.Af hverju vann Njarðvík? Þeir vildu sigurinn meira ef svo mætti segja. Þegar á reyndi voru það heimamenn sem voru skynsamari í sínum aðgerðum. Í fjórða leikhluta þegar Njarðvík gerði áhlaup voru Haukar ekki tilbúnir og léta það fara í taugarnar á sér. Haukar voru allt að því barnalegir í sóknarleik sínum og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum í hendur Njarðvíkinga sem nýttu sóknir sínar vel og sigldu fram úr. Heimamenn unnu lokaleikhlutann 29-14.Bestu menn vallarins: Logi var svakalegur í kvöld, hann setti 22 stig í fyrri hálfleik og setti niður 8 af 10 skotum sínum þar af 4 þriggja stiga. Logi endaði með 34 stig í kvöld. Bonneau átti líka mjög góðan leik og steig upp í þriðja leikhluta þegar Logi hafði aðeins hægt um sig. Bonneau með 27 stig og skoraði mikilvægar körfur þegar mest á reyndi. Það var ekki bara sóknarleikur sem skilaði sigri, Jóhann Árni var sem klettur í vörn Njarðvíkur í kvöld og hann límdi hana saman í lokin þegar á þurfti að halda.Tölfræði sem vakti athygli: Vítanýting Njarðvíkinga var frekar léleg 19 af 26 skotum eða 73% og hún var verri hjá Haukum eða 60% hittu úr 12 af 20 vítaskotum sem þeir fengu. Haukar voru með 17 tapaða bolta og voru ansi margir af þeim í loka fjórðungnum. Njarðvík var undir í frákastabaráttunni en Haukar tóku 43 fráköst á móti 28 fráköstum heimamanna.Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa í fyrri hálfleik að slíta sig frá Haukum og svo öfugt í seinni hálfleik, þegar Haukum gekk illa að slíta sig frá Njarðvík. Bæði lið fengu fín tækifæri til að komast almennilega fram úr og ná góðri forystu. En það var líkt og menn hefðu ekki áhuga á að kafsigla hvorn annan og það vantaði þetta margumtalaða drápseðli í liðin.Bein lýsing: Njarðvík - HaukarLogi: Bjartsýnn á framhaldið Logi Gunnarsson var kátur eftir leikinn í kvöld. „Þetta var erfitt, Haukar eru með gott lið sem fór í úrslit í fyrra og hafa ekki mist mikið og eru með góða liðsheild,“ sagði Logi í samtali við Vísi að leik loknum. Njarðvík var skrefi á undan í kvöld en misstu Hauka fram úr sér á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Spurður hvort það hafi farið um Njarðvikinga þá sagði Logi: „Já aðeins en ekkert panik. Við sáum að sóknin hjá okkur var góð í fyrri hálfleik en vörnin götótt, þannig að við hertum aðeins tökin þar.“ Logi skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 34 stig en skoraði ekkert í þriðja leikhluta. „Ég fór í leikinn með varnarleik efst í huga, ætlaði að reyna halda aftur af Sherrod Wright. En svo fékk ég fín skot í fyrri hálfleik sem ég tók. Svo fór mikil orka í það að hlaupa á eftir honum [Sherrod Wright] í seinni hálfleik þannig ég tók smá pásu í sóknarleiknum í þriðja leikhluta til að eiga nóg inni fyrir síðasta leikhlutann,“ sagði Logi léttur í bragði. Jeremy Atkinson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir Njarðvík og fannst Loga muna um hann og þá sérstaklega fyrir skyttur liðsins sem fengu opnari skot en áður. „Hann er nýkominn og á eftir að komast í betra form, svipað og í fyrra og það gekk vel þá að koma honum í stand og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Logi sem var besti maður vallarins í kvöld.Ívar: Köstum þessu frá okkur í loka fjórðungnum „Við náum einhverjum 8-9 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Svo tekur Njarðvík leikhlé og þá töpum við 6 boltum í næstu 8 sóknum og það er of mikið,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, frekar ósáttur við sína menn. Eftir þetta var erfit fyrir leikmenn Hauka að snúa taflinu við aftur og því fór sem fór. „Við töpum leiknum þegar við erum búnir að ná forystunni því þá gerum við mikið af mistökum, Emil [Barja] og Hjálmar [Stefánsson] voru að tapa mikið af boltum fyrir okkur þarna og það var of dýrt,“ sagði Ívar eftir leikinn í kvöld. Ívar minntist á það fyrir leik að skyttur Njarðvíkinga væri eitthvað sem að sínir menn þyrftu að reyna stoppa. „Þeir hitta gríðarlega vel hérna í kvöld og Logi var á eldi og hitti nánast úr öllu, meira segja þegar hann trúði ekki sjáfur að hann mundi hitta,“ sagði Ívar við blaðamann Vísis í kvöld. Honum fannst Haukar vera að ná tökunum á leiknum með því að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks og með góðum þriðja leikhluta. En þegar að lið tapar boltanum svona oft á ögurstundu að þá er erfitt að ætlast til þess að vinna leiki. „Við erum að henda þessum leik frá okkur á okkar eigin mistökum og það er það grátlega við þetta,“ sagði Ívar að lokum heldur súr.Daníel Guðni: Góð afmælisgjöf Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var virkilega glaður með sína menn í kvöld og þakkaði þeim fyrir snemmbúna afmælisgjöf. Lappinn verður þrítugur á morgun og við á Vísi óskum honum til hamingju með daginn. „Ég var mjög ánægður með vinnusemina hjá strákunum og sérstaklega í seinni hálfleik. Atkinson þurfti að fá tæknivillu til að kveikja aðeins á sér og var öflugur eftir það,“ sagði Daníel við blaðamann Vísis eftir leik. Njarðvík var með forystu nánast allan fyrri hálfleik en missti hana frá sér á lokasekúndunum. „Það hefur ekkert upp á sig öskra á fullorðna menn, við fórum bara yfir þetta á rólegu nótunum. Við þurftum bara að fylgja okkar leikskipulagi sama hvað staðan var. Um leið og við gerðum þá hluti sem við höfum stjórn á vel að þá fór þetta að snúast okkur í vil,“ sagði Daníel. Atkinson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og var Daníel virkilega ánægður með hans framlega og finnst ómetanlegt að fá hann inn í hópinn. „Hann var að valda usla, taka fráköst og spila hörku vörn. Við þurftum kjöt í teiginn og hann er kærkomin viðbót,“ sagði Daníel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira