Fjöldi aldraðra býr við bág kjör Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun