Conor McGregor tvöfaldur meistari Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 07:27 Conor McGregor fagnar með bæði beltin. Vísir/Getty UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00