Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 09:00 Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember. MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember.
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira