Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2016 15:19 Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir „Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
„Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32