Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 13:18 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41
Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels