Pálmar ætlar að breyta hugarfari heillar kynslóðar: Kennir strákunum sínum að skjóta eins og stelpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 14:15 Pálmar Ragnarsson að tala við strákana sína. Mynd/Samsett Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira