Erlent

Kosningastjóri Trump ráðleggur honum frá því að skipa Mitt Romney utanríkisráðherra

Anton Egilsson skrifar
Romney og Trump takast í hendur.
Romney og Trump takast í hendur. Vísir/GETTY
Kellyanne Conway, kosningastjóri Donald Trump, hefur ráðlagt honum frá því að skipa Mitt Romney í embætti utanríkisráðherra. Það gæti komið til með að valda reiði á meðal stuðningsmanna Trump. Reuters greinir frá þessu. 

Trump telur að með því að skipa Romney í embættið geti hann unnið yfir ýmsa efasemdarmenn í hans garð innan Repúblikanaflokksina.

Romney sem var forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012 gerði mikið í því að tala Trump niður í aðdraganda nýafstaðinna forsetakosninga. Í ræðum sínum hefur Romney meðal annars kallað hann falskann.

„Stuðningsmönnum finnst þeir vera illa sviknir af því að Romney geti átt afturkvæmt eftir allt sem hann hefur gert. Við vitum ekki einu sinni hvort hann kaus Trump. Hann og ráðgjafar hans hafa verið ekkert annað en hræðilegir við hann seinastliðið ár.“ Sagði Conway í samtali við NBC sjónvarpsstöðina. 

Conway sagðist þó muna styðja Trump ef hann skyldi ákveða að skipa Romney í embætti. Margir innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt Conway fyrir að segja skoðun sína í sjónvarpi í stað þess að greina Trump frá skoðun sinni augliti til auglitis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×