Kvennalandsliðið í handbolta kom illa út úr þrekmælingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2016 18:49 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira