Kúbumenn órólegir vegna Trump Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 10:52 Obama og Raul Castro takast í hendur Vísir/EPA Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft. Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft.
Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04
Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39
Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06