Kúbumenn órólegir vegna Trump Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 10:52 Obama og Raul Castro takast í hendur Vísir/EPA Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft. Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft.
Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04
Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39
Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06