Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 10:30 Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. Helena er jafnan fyrirliði íslenska liðsins og atkvæðamest bæði í stigaskori og að skapa skotfæri fyrir liðsfélagana. Hennar er því sárt saknað í þessum leikjum. Leikur Íslands og Portúgals verður úrslitaleikur um þriðja sæti riðilsins en hvorugt liðið á möguleika á því að komast áfram. „Ég held að stelpurnar séu tilbúnar að spila aftur eftir úrslitin úr síðasta leik. Ég man lítið eftir Portúgalsleiknum úti nema að við vorum hundfúlar með hvað við vorum lélegar í þeim leik. Núna er tækifæri til að laga það,“ segir Helena. Íslenska liðið lék á laugardaginn sinn fyrsta keppnisleik án Helenu í tólf ár og hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á stelpurnar tapa með 46 stigum úti í Slóvakíu. „Það var mjög erfitt að vera að horfa á þetta og hvað þá þegar það gekk svona illa. Mig langaði svo að fara inná og reyna að hjálpa eitthvað til. Þetta er ungur hópur og vonandi lærum við af þessu. Það er leiðinlegt þegar það koma svona stórar tölur en það gerist bara stundum,“ segir Helena. Helena og stelpurnar unnu eftirminnilegan sigur á Ungverjum í síðasta heimaleik sínum í keppninni en sá leikur var í febrúar síðastliðnum. Liðið þarf annan stórleik til að landa sigri annað kvöld. „Sá leikur var geðveikur og allt liðið spilaði ótrúlega vel saman í þeim leik. Vonandi tekst þeim að fara í svoleiðis gír á morgun (í dag) ,“ segir Helena. Það má sjá fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Ísland og Portúgals hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. Helena er jafnan fyrirliði íslenska liðsins og atkvæðamest bæði í stigaskori og að skapa skotfæri fyrir liðsfélagana. Hennar er því sárt saknað í þessum leikjum. Leikur Íslands og Portúgals verður úrslitaleikur um þriðja sæti riðilsins en hvorugt liðið á möguleika á því að komast áfram. „Ég held að stelpurnar séu tilbúnar að spila aftur eftir úrslitin úr síðasta leik. Ég man lítið eftir Portúgalsleiknum úti nema að við vorum hundfúlar með hvað við vorum lélegar í þeim leik. Núna er tækifæri til að laga það,“ segir Helena. Íslenska liðið lék á laugardaginn sinn fyrsta keppnisleik án Helenu í tólf ár og hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á stelpurnar tapa með 46 stigum úti í Slóvakíu. „Það var mjög erfitt að vera að horfa á þetta og hvað þá þegar það gekk svona illa. Mig langaði svo að fara inná og reyna að hjálpa eitthvað til. Þetta er ungur hópur og vonandi lærum við af þessu. Það er leiðinlegt þegar það koma svona stórar tölur en það gerist bara stundum,“ segir Helena. Helena og stelpurnar unnu eftirminnilegan sigur á Ungverjum í síðasta heimaleik sínum í keppninni en sá leikur var í febrúar síðastliðnum. Liðið þarf annan stórleik til að landa sigri annað kvöld. „Sá leikur var geðveikur og allt liðið spilaði ótrúlega vel saman í þeim leik. Vonandi tekst þeim að fara í svoleiðis gír á morgun (í dag) ,“ segir Helena. Það má sjá fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Ísland og Portúgals hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira