NBA: Fimmtán stig á fimm mínútum frá Westbrook dugðu næstum því | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Russell Westbrook gengur svekktur af velli í lok leiksins. Vísir/Getty Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira