NBA: Fimmtán stig á fimm mínútum frá Westbrook dugðu næstum því | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Russell Westbrook gengur svekktur af velli í lok leiksins. Vísir/Getty Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103 NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum