Örnefnin í kringum Akrafjall hafa vakið forvitni manna og spurningar um keltneskar tengingar, eins og bæjarheitið Bekansstaðir. Sagnfræðingurinn Magnús Jónsson bendir á að sömu örnefni finnast á Suðureyjum og á svæðunum í kringum Kjalarnes, Kjós og Akranes.
„Og ákveðinn svona klasi sem nær yfir sömu svæði með sömu örnefnum; Laxá, Melar, Akranes, Akurnes, Kross, Sandvík og fleira,“ segir Magnús.

„Þessi tengsl eru skemmtileg við Suðureyjar. Og til dæmis á Akranesi er haldið upp á írska daga til að halda þessari tengingu á lofti. Þetta er áhugavert mjög hvernig sagan tengist Suðureyjum,“ segir Björgvin.
Móðir Donalds Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu á eynni Ljóðhúsum á Suðureyjum. Í sveitunum við Akranes finnst auðvitað örnefnið Tunga, - í Svínadal. Þá er Vogatunga við ósa Laxár í Leirársveit.

„Jú, Jú, en það er bara svo langt í burtu, er það ekki?“
-Er nokkuð fólk í sveitinni sem líkist Donald Trump, heldurðu?
„Nei... en nú þarf ég að fara að hugsa.“

„Ég man nú ekki eftir neinum íbúa sem ber keim af Donald Trump, eða svipar til hans.“
-Það væri kannski einhver á Akranesi?
„Það væri frekar,“ svarar oddvitinn og hlær.
