Hætta á skerðingum vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar