Yfirlýsing frá Grindavík: Stelpurnar gerðu ekkert rangt 22. nóvember 2016 14:01 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45