Körfubolti

Pálína ekki með gegn Portúgal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálína lék sinn 36. landsleik gegn Slóvakíu á laugardaginn.
Pálína lék sinn 36. landsleik gegn Slóvakíu á laugardaginn. vísir/vilhelm
Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun.

Pálína meiddist á kálfa þegar Ísland steinlá fyrir Slóvakíu, 86-40, á laugardaginn. Ragnheiður Benónísdóttir, leikmaður Skallagríms, kemur inn í íslenska hópinn í stað Pálínu.

Íslenska liðið má illa við því að missa Pálínu en sem kunnugt er leikur Helena Sverrisdóttir ekki með liðinu um þessar mundir þar sem hún er barnshafandi.

Íslenska liðið er afar reynslulítið en eftir að Pálína datt út eru aðeins þrír leikmenn í landsliðinu sem hafa leiki yfir 20 A-landsleiki. Þetta eru þær Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (43), Ragna Margrét Brynjarsdóttir (36) og Gunnhildur Gunnarsdóttir (26).

Pálína lék sinn 36. landsleik úti í Slóvakíu. Hún skoraði sex stig í leiknum.


Tengdar fréttir

Fyrsti leikur án Helenu í tólf ár

Kvennalandsliðið í körfubolta er mætt til Slóvakíu fyrir leik í undankeppni EM. Tveir leikmenn liðsins voru aðeins sex ára að aldri þegar íslenska landsliðið lék síðast án Helenu Sverrisdóttur í mótsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×