Ívar þjálfar kvennalandsliðið í körfubolta áfram næstu tvö árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 09:24 Ívar Ásgrímsson. Vísir/Ernir Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Ívar Ásgrímsson og mun hann þjálfa A-landsliðs kvenna í körfuknattleik fram yfir EuroBasket 2019. Auk þess að vera aðalþjálfari liðsins mun Ívar taka þátt í að móta enn frekar stefnu A-landsliðsins og markmiðasetningu til næstu ára í samráði við stjórn og afreksnefnd KKÍ. Ívar hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin tvö ár og rennur núverandi samningur hans út núna í lok ársins, eða þegar núverandi verkefni liðsins er að ljúka. Landsliðið er um þessar mundir að leika í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum úti í Slóvakíu á laugardaginn en fær tækifæri til að bæta fyrir það tap þegar portúgalska liðið kemur í Laugardalshöllina á miðvikudaginn. „Töluverð endurnýjun á sér stað í A-liði kvenna og eru bjartir tímar framundan. Margir efnilegir leikmenn eru að taka sín fyrstu skref með liðinu sem og leikmenn sem hafa verið í háskólanámi í Bandríkjunum undanfarið, og ekki geta tekið þátt í landsliðsverkefnum á meðan, eru að klára nám, og munu geta tekið þátt í komandi verkefnum,“ segir í fréttatilkynningu frá KKÍ. Þar kemur líka fram að stefnan sé sett á það að A-landslið kvenna komist á lokamót EM, EuroBasket, í síðasta lagi árið 2021. Jafnframt verður farið í vinnu með félögunum í að efla starf meistaraflokka félaganna á landinu og mun Ívar stýra þeirri vinnu hjá KKÍ. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Ívar Ásgrímsson og mun hann þjálfa A-landsliðs kvenna í körfuknattleik fram yfir EuroBasket 2019. Auk þess að vera aðalþjálfari liðsins mun Ívar taka þátt í að móta enn frekar stefnu A-landsliðsins og markmiðasetningu til næstu ára í samráði við stjórn og afreksnefnd KKÍ. Ívar hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin tvö ár og rennur núverandi samningur hans út núna í lok ársins, eða þegar núverandi verkefni liðsins er að ljúka. Landsliðið er um þessar mundir að leika í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum úti í Slóvakíu á laugardaginn en fær tækifæri til að bæta fyrir það tap þegar portúgalska liðið kemur í Laugardalshöllina á miðvikudaginn. „Töluverð endurnýjun á sér stað í A-liði kvenna og eru bjartir tímar framundan. Margir efnilegir leikmenn eru að taka sín fyrstu skref með liðinu sem og leikmenn sem hafa verið í háskólanámi í Bandríkjunum undanfarið, og ekki geta tekið þátt í landsliðsverkefnum á meðan, eru að klára nám, og munu geta tekið þátt í komandi verkefnum,“ segir í fréttatilkynningu frá KKÍ. Þar kemur líka fram að stefnan sé sett á það að A-landslið kvenna komist á lokamót EM, EuroBasket, í síðasta lagi árið 2021. Jafnframt verður farið í vinnu með félögunum í að efla starf meistaraflokka félaganna á landinu og mun Ívar stýra þeirri vinnu hjá KKÍ.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira