Er lélegt áhorf á NFL Kaepernick að kenna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 14:15 Máttur Kaepernick virðist vera mikill. vísir/getty Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað. NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað.
NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira