Efasemdarmaður um loftslagsbreytingar tekur við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2016 23:45 Scott Pruitt í Trump Tower í gær. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38
Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29