Meiri líkur en minni á rauðum jólum Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 11:19 Það stefnir í rauð jól í ár. Vísir/GVA „Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri. Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
„Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri.
Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira