Körfubolti

LeBron stóð við stóru orðin og mætti í Chicago-treyju | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
LeBron þungur á brún er hann gekk inn í höllina í nótt.
LeBron þungur á brún er hann gekk inn í höllina í nótt. Vísir/EPA
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, stóð við stóru orðin og mætti kappklæddur Chicago Cubs varningi fyrir leik Cleveland gegn Chicago Bulls í nótt.

LeBron sem er frá Cleveland efndi veðmál sitt við Dwyane Wade, leikmann Chicago Bulls sem er frá Chicago en þeir settu veðmál hvort Cleveland Indians eða Chicago Cubs myndi hafa betur í úrslitaleik hafnarboltadeildarinnar.

Eftir að hafa lent 1-3 undir náðu Cubs-menn að vinna síðustu þrjá leikina og binda endi á 108 ára bið eftir meistaratitlinum.

Wade gaf LeBron engan afslátt því hann klæddist Cubs-treyjunni með nafni hans á yfir hettupeysu merkta liðinu ásamt derhúfu liðsins.

Fjölmiðlar ytra sýndu þessu skemmtilega máli miklan áhuga eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

NBA

Tengdar fréttir

Wade og félagar höfðu betur gegn meisturunum

Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers mættust í uppgjöri fyrrum liðsfélaganna Wade og LeBron en Houston vann annan leik sinn í röð.

Bölvun aflétt

Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upphafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney.

108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt | Myndbönd

Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli.

Bill Murray með viðtal ársins | Myndband

Einn þekktasti stuðningsmaður Chicago Cubs er gamanleikarinn Bill Murray og hann var að sjálfsögðu á leiknum sögulega í nótt er Cubs varð meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×