Kína úti í mýri Trúður nú við stýri Búið er ævintýri Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. desember 2016 00:00 Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun