Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 6. nóvember 2025 12:45 Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun