Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 78-95 | Wright í stuði á gamla heimavellinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 1. desember 2016 23:00 Sherrod Wright skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. vísir/ernir Haukar gerðu góða ferð vestur í Stykkishólm i kvöld og sigruðu Snæfell auðveldlega í níundu umferð Dominos-deildarinnar, 78-95. Leikurinn fór vel af stað hjá báðum liðum og stefndi í jafnan leik framan af. Hólmarar nýtu hvert færi sem þeim gafst í byrjun leiks og spiluðu af krafti. Haukar svöruðu hinsvegar jafn óðum og gáfu aldrei eftir þrátt fyrir ágætis tilraunir Snæfells til að ná stjórn á leiknum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega komust Haukar á skrið og juku hraðann jafnt og þétt. Boltinn fór að ganga betur og betur hjá Hafnfirðingum og skotin rötuðu einnig réttu leið. Auk þess virtist varnarleikur Hafnfirðinga verða ákveðnari með hverri mínútu sem leið. Skotnýting Snæfellinga fór á sama tíma að versna og fljótlega, í öðrum leikhluta, var ljóst að erfitt yrði fyrir heimamenn að halda í við spræka Hauka. Haukar tóku loks öll völd og spiluðu eins og um eigin heimavöll væri að ræða. Trekk í trekk tóku Haukar sig til og sönnuðu á sannfærandi og yfirvegaðan máta að þeir voru komnir til að sigra. Sem dæmi má nefna byrjun seinni hálfleiks en þá tóku gestirnir sig til og skoruðu 8 stig á tæpri mínútu. Segja má að Snæfellingar hafi í kjölfar þess misst alla trú á eigin leik og verið ráðalausir það sem eftir varði af leiknum. Með sigrinum í kvöld færðu Haukar sig skrefinu nær því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Hólmara þurfa aftur á móti að skoða sinn gang og bíða eftir stigum í deildinni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheild Hauka skóp það sem til þurfti í kvöld. Hafnfirðingarnir voru betri á öllum vígstöðum. Snæfellingar höfðu engin svör við agaðan sóknar- og varnarleik Hafnfirðingana sem skilaði öruggum sigri.Bestu menn vallarins Sherrod Wright, sem lék í tæpar 32 mínútur, var áberandi í liði Hauka. Hann skoraði 33 stig og var með 55% skotnýtingu. Emil Barja og Haukur Óskarsson áttu einnig góðan leik.Tölfræði sem vakti athygli Skemmst er frá því að segja að Haukar voru betri í öllum tölfræðiþáttum leiksins.Hvað gekk illa? Bæði sóknar- og varnarleikur Snæfells hafði ekki upp á mikið að bjóða. Mótspyrna Snæfells var mest allan tíman lítil sem engin og gerðu Haukar einfaldlega það sem þeir vildu inn á vellinum.Snæfell-Haukar 78-95 (19-24, 18-28, 19-25, 22-18)Snæfell: Sefton Barrett 17/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 12, Viktor Marínó Alexandersson 9, Andrée Fares Michelsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Maciej Klimaszewski 4, Rúnar Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Aron Ingi Hinriksson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/13 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 15/7 fráköst, Emil Barja 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 10, Finnur Atli Magnússon 10, Kristján Leifur Sverrisson 6, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Óskar Már Óskarsson 3.Ívar: Þetta var búið í þriðja leikhluta Ívar Ásgrímsson, þjáfari Hauka, var að vonum sáttur eftir sigurinn í kvöld. Hann benti á að leikurinn hafi í raun klárast í byrjun þriðja leikhluta eftir draumabyrjun sinna manna er þeir skoruðu 8 stig í þremur sóknum á um það bil 40 sekúndum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta mjög sterkt og kláruðum þetta þá,“ sagði Ívar ákveðin og yfirvegaður eftir leik. Varðandi sóknarleik Hauka hefði Ívar viljað sjá boltan ganga meira á köflum en í ljósi þess hversu fríir menn hafi verið oft á tíðum var freistandi að taka ótímabær skot eða sækja strax að körfunni „Menn voru soldið fríir og það vantaði flæðið. Það er erfitt þegar maður er oft frír þá vill maður bara fara skjóta og sækja,“ sagði Ívar hugsi og bætti við: „Það vantaði soldið upp á að láta boltann ganga en við gerðum það í þriðja [leikhlutanum].“ Að sögn Ívars mátti búast við að Snæfellingar yrðu baráttuglaðir á heimavelli og því mikilvægt að einbeita sér vel í varnaleiknum. Honum fannst sínir menn vera örlítið kærulausir en að það hafi ekki komið í veg fyrir sigur í kvöld sem skipti þegar upp er staðið mestu máli. „Við vorum frekar kærulausir en við unnum og það er fyrir öllu. Ef það er einhvers staðar sem Snæfell ætlar að ná sér í sigur þá er það á heimavelli. Við þurftum að vera einbeittir og ég held að við vorum það,“ sagði Ívar.Ingi Þór: get verið hérna í allt kvöld að tala um okkar leik Snæfellingum hefur gengið illa að finna réttu svör þegar á móti blæs og segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að einungis einu sinni hafi tekist að takast almennilega á við andstæðingin það sem af er á þessu tímabili. Augljóslega er um að ræða ákveðið áhyggjuefni því ekki dugar að byrja leiki einungis vel heldur þarf að berjast heilan leik ef maður ætlar að sigra. „Við erum tilbúnir til að byrja leikina vel en um leið og við fáum smá mótlæti þá förum við djúpt í einhverja holu sem að við höfum einungis einu sinni í vetur náð að fara almennilega upp úr,“ sagði Ingi Þór svekktur eftir leik. Varðandi sóknarleik Snæfells sagði Ingi Þór að of mikið hafi verið um skot fyrir utan og jafnframt lítið um sóknarfráköst sem gerði Haukum kleift að byggja upp þægilega forystu sökum hraðaupphlaupa sem fylgdu. „Við festumst soldið fyrir utan og hættum að sækja á körfuna. Þannig náðu [Haukar] að byggja upp forystuna í öðrum leikhluta. Þeir fengu auðveld fráköst og sækja á okkur. Maður býður Sherrod Wright ekkert í neinn hraðaleik,“ sagði Ingi Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Haukar gerðu góða ferð vestur í Stykkishólm i kvöld og sigruðu Snæfell auðveldlega í níundu umferð Dominos-deildarinnar, 78-95. Leikurinn fór vel af stað hjá báðum liðum og stefndi í jafnan leik framan af. Hólmarar nýtu hvert færi sem þeim gafst í byrjun leiks og spiluðu af krafti. Haukar svöruðu hinsvegar jafn óðum og gáfu aldrei eftir þrátt fyrir ágætis tilraunir Snæfells til að ná stjórn á leiknum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega komust Haukar á skrið og juku hraðann jafnt og þétt. Boltinn fór að ganga betur og betur hjá Hafnfirðingum og skotin rötuðu einnig réttu leið. Auk þess virtist varnarleikur Hafnfirðinga verða ákveðnari með hverri mínútu sem leið. Skotnýting Snæfellinga fór á sama tíma að versna og fljótlega, í öðrum leikhluta, var ljóst að erfitt yrði fyrir heimamenn að halda í við spræka Hauka. Haukar tóku loks öll völd og spiluðu eins og um eigin heimavöll væri að ræða. Trekk í trekk tóku Haukar sig til og sönnuðu á sannfærandi og yfirvegaðan máta að þeir voru komnir til að sigra. Sem dæmi má nefna byrjun seinni hálfleiks en þá tóku gestirnir sig til og skoruðu 8 stig á tæpri mínútu. Segja má að Snæfellingar hafi í kjölfar þess misst alla trú á eigin leik og verið ráðalausir það sem eftir varði af leiknum. Með sigrinum í kvöld færðu Haukar sig skrefinu nær því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Hólmara þurfa aftur á móti að skoða sinn gang og bíða eftir stigum í deildinni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheild Hauka skóp það sem til þurfti í kvöld. Hafnfirðingarnir voru betri á öllum vígstöðum. Snæfellingar höfðu engin svör við agaðan sóknar- og varnarleik Hafnfirðingana sem skilaði öruggum sigri.Bestu menn vallarins Sherrod Wright, sem lék í tæpar 32 mínútur, var áberandi í liði Hauka. Hann skoraði 33 stig og var með 55% skotnýtingu. Emil Barja og Haukur Óskarsson áttu einnig góðan leik.Tölfræði sem vakti athygli Skemmst er frá því að segja að Haukar voru betri í öllum tölfræðiþáttum leiksins.Hvað gekk illa? Bæði sóknar- og varnarleikur Snæfells hafði ekki upp á mikið að bjóða. Mótspyrna Snæfells var mest allan tíman lítil sem engin og gerðu Haukar einfaldlega það sem þeir vildu inn á vellinum.Snæfell-Haukar 78-95 (19-24, 18-28, 19-25, 22-18)Snæfell: Sefton Barrett 17/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 12, Viktor Marínó Alexandersson 9, Andrée Fares Michelsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Maciej Klimaszewski 4, Rúnar Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Aron Ingi Hinriksson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/13 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 15/7 fráköst, Emil Barja 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 10, Finnur Atli Magnússon 10, Kristján Leifur Sverrisson 6, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Óskar Már Óskarsson 3.Ívar: Þetta var búið í þriðja leikhluta Ívar Ásgrímsson, þjáfari Hauka, var að vonum sáttur eftir sigurinn í kvöld. Hann benti á að leikurinn hafi í raun klárast í byrjun þriðja leikhluta eftir draumabyrjun sinna manna er þeir skoruðu 8 stig í þremur sóknum á um það bil 40 sekúndum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta mjög sterkt og kláruðum þetta þá,“ sagði Ívar ákveðin og yfirvegaður eftir leik. Varðandi sóknarleik Hauka hefði Ívar viljað sjá boltan ganga meira á köflum en í ljósi þess hversu fríir menn hafi verið oft á tíðum var freistandi að taka ótímabær skot eða sækja strax að körfunni „Menn voru soldið fríir og það vantaði flæðið. Það er erfitt þegar maður er oft frír þá vill maður bara fara skjóta og sækja,“ sagði Ívar hugsi og bætti við: „Það vantaði soldið upp á að láta boltann ganga en við gerðum það í þriðja [leikhlutanum].“ Að sögn Ívars mátti búast við að Snæfellingar yrðu baráttuglaðir á heimavelli og því mikilvægt að einbeita sér vel í varnaleiknum. Honum fannst sínir menn vera örlítið kærulausir en að það hafi ekki komið í veg fyrir sigur í kvöld sem skipti þegar upp er staðið mestu máli. „Við vorum frekar kærulausir en við unnum og það er fyrir öllu. Ef það er einhvers staðar sem Snæfell ætlar að ná sér í sigur þá er það á heimavelli. Við þurftum að vera einbeittir og ég held að við vorum það,“ sagði Ívar.Ingi Þór: get verið hérna í allt kvöld að tala um okkar leik Snæfellingum hefur gengið illa að finna réttu svör þegar á móti blæs og segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að einungis einu sinni hafi tekist að takast almennilega á við andstæðingin það sem af er á þessu tímabili. Augljóslega er um að ræða ákveðið áhyggjuefni því ekki dugar að byrja leiki einungis vel heldur þarf að berjast heilan leik ef maður ætlar að sigra. „Við erum tilbúnir til að byrja leikina vel en um leið og við fáum smá mótlæti þá förum við djúpt í einhverja holu sem að við höfum einungis einu sinni í vetur náð að fara almennilega upp úr,“ sagði Ingi Þór svekktur eftir leik. Varðandi sóknarleik Snæfells sagði Ingi Þór að of mikið hafi verið um skot fyrir utan og jafnframt lítið um sóknarfráköst sem gerði Haukum kleift að byggja upp þægilega forystu sökum hraðaupphlaupa sem fylgdu. „Við festumst soldið fyrir utan og hættum að sækja á körfuna. Þannig náðu [Haukar] að byggja upp forystuna í öðrum leikhluta. Þeir fengu auðveld fráköst og sækja á okkur. Maður býður Sherrod Wright ekkert í neinn hraðaleik,“ sagði Ingi Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira