Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 94-105 | Fyrsti sigur Þórsara í Ljónagryfjunni í 27 ár Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 1. desember 2016 22:15 Darrel Lewis skoraði 25 stig fyrir Þórsara. vísir/eyþór Þór Ak. hélt áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu ljónin frá Njarðvík örugglega 94-105. Þór er nú með tíu stig eftir 8 umferðir en Njarðvík, sem voru með sterkan sigur á móti KR í síðasta leik, eru með átta stig. Þetta var fyrsti sigur Þórs í Ljónagryfjunni í 27 ár, eða frá 3. desember 1989. Þór var með yfirhöndina allan leikinn og var stðan 52-57 í hálfleik. Njarðvíkingar voru í miklu basli við að reyna komast yfir, en ef eitthvað fór að ganga upp hjá þeim þá tóku Þórsarar áhlaup og tóku aftur forystuna. Í fjórða leikhluta komust Þór í 11 stiga forskot strax eftir 2 mínútur og slógu öll vopn úr höndumum á Njarðvík. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Bæði lið voru að þreifa á hvort öðru fyrstu mínúturnar og var staðan 12-11 eftir 5 mínútur. Liðin skiptust á að skora, lítil vörn og barátta voru til staðar í byrjun. Bæði lið voru að sýna fína sóknartilburði á meðan varnaleikurinn var ekki upp á marga fiska. Staðan að honum loknum var 26-29 Þór í vil. Liðin héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Skiptust á að skora og lítið um fallega varnartilburði eða baráttu. Þröstu Leó Jóhannsson fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig ásamt því að blása upp smá stemningu hjá gestunum sem hélt út leikinn. Björn Kristjánsson svaraði hinumeginn að krafti og setti niður 9 stig. 52-57 var staðan í hálfleik. Menn fóru aðeins að láta heyra í sér í seinni hálfleik. Tekist var á og barist um 50/50 bolta um allan völl. Gestirnir voru alltaf skrefinu á undan með 5-7 stiga mun. Á síðustu mínútunum fóru liðin að sýna að þeim langaði að vinna þennan leik, annað en í fyrri hálfleik. Staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 76-81. Gestirnir komu sterkari inn í fjórða leikhlutan og voru með 11 stiga forystu þegar 5 mínútur voru eftir. Njarðvíkingar settu punktinn yfir i-ið með lélegum varnarleik í lok leiksins. Það sást langar leiðir að Njarðvíkingar voru alls ekki ánægðir með sinn leik í kvöld. Það var kominn pirringur í liðið en Jóhann Árni Ólafsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar lítið var eftir. Gestirnir sigldu sigrinum auðveldlega í höfn eftir það og endaði leikurinn 94-105.Af hverju vann Þór? Gestirnir frá Akureyri náði upp miklu meiri stemningu í sitt lið heldur en Njarðvík. Þeir tóku yfirhöndina strax í byrjun og héldu henni þar til yfir lauk. Það sást mjög snemma leiks að Þór væri að fara heim með 2 stig í kvöld, þrátt fyrir að hafa spilað allslappa vörn.Bestu menn vallarins: Byrjunarlið Þórsara var frábært í kvöld en þar má helst geta Darrel Lewis en hann skilaði 25 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum í kvöld. Einnig kom Þröstur Leó Jóhansson sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig. Hjá Njarðvíkingum var Jeremy Atkinsson atkvæða mestur með 31 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Undiritaður hefur aldrei sé aðra eins tölfræði. Njarðvíkingar voru með fleiri stoðsendingar heldur en fráköst í leiknum. En þeir tóku 24 fráköst og gáfu 25 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Sama vandamálið var hjá báðum liðum í kvöld þar sem varnaleikurinn var ekki til staðar. Lítil löngun var til staðar til að stoppa andstæðinginn sem skilaði sér í háu stigaskori.Njarðvík-Þór Ak. 94-105 (26-29, 26-28, 24-24, 18-24)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 31/7 fráköst, Björn Kristjánsson 21, Logi Gunnarsson 17/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 5, Jón Arnór Sverrisson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Páll Kristinsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 19/4 fráköst, George Beamon 18/7 fráköst, Danero Thomas 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 13, Ragnar Helgi Friðriksson 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/5 stoðsendingar.Daníel: Ekki sáttur við að varnaleik minna manna í kvöld Eftir að hafa sigrað KR-inga í síðasta leik var Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, vægast sagt ósáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Já varnarlega var þetta ekki í takt við það sem við ætluðum að gera og virkilega súrt eftir tvær fínar frammistöður hjá okkur. Sóknarlega erum við að ná að skora en varnalega erum við alveg off,“ sagði Daníel. Njarðvíkingar fengu 57 stig á sig í fyrri hálfleik á heimavell sem er óásættanlegt að mati Daníels. „Já, það er óásættanlegt að fá á sig svona margar körfur úr þessum playum sem þeir voru með og það eru fjórir leikmenn hjá þeim sem eru í kringum 20 stigin og það er bara of mikið,“ sagði þjálfarinn.Benedikt: Ég var bara í vandræðum við koma mönnum að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var sáttur með sigurinn og að fara heim með tvö stig í kvöld þó að varnaleikurinn hafi ekki verið góður. „Það var allavega ekki varnarleikurinn sem skilaði þessum sigri, eigum við ekki að segja að það hafi verið sóknarleikurinn. Frekar ósáttur með vörnina hjá okkur, eflaust eins og Njarðvíkingarnir líka, þetta var sóknarleikur út í eitt. Get ekki sagt það að ég sé í skýjunum en sigur og 2 stig það er það sem maður verður að taka út úr þessu og vera ánægður með,“ sagði Benedikt. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna í þessum leik. Hann átti í erfiðleikum með að skipta mönnum inná. „Sóknarlega var þetta virkilega gott, þvílík innkoma hjá Þresti Leó og allir að standa sig vel. Ég var bara í vandræðum við að koma mönnum inn af bekknum því að það voru allir að gera vel, þannig það var erfitt að skipta inná því maður vildi ekki taka neinn útaf. Bara frábært hjá mínum mönnum í dag, þeir mættu tilbúnir í dag. Vona að ég fá betri varnarleik í næsta leik en verð bara að hrósa mínum mönnum í dag,“ sagði Benedikt.Þröstur Leó: Það var ekkert annað sem ég gat gert Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Þórs, var hógvær með frammistöðu sína í kvöld. En hann nýtti heldur betur færin sín í þessum leik. „Ég legg aldrei upp með tölfræði. Þeir byrjuðu að öskra á Jeremy að koma nær mér þegar ég setti annan þristinn. Þetta voru allt opin skot hjá mér. Það var ekkert annað sem ég gat gert en að skjóta þessu,“ sagði Þröstur Leó. Hann var ánægður með liðsheildina í kvöld. „Góður sóknarleikur, gáfumst aldrei upp og liðsheildin var það sem skilað okkur sigri hér í dag. Þó þeir væru að skora, misstum við aldrei dampinn. Þetta var leikur baráttunar í stemningunni, bæði lið voru að reyna peppa upp hverja körfu hjá sér. Þeir klikkuðu úr tvem þristum undir lokin og þá rifum við þetta af þeim,“ sagði Þröstur. Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Þór Ak. hélt áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu ljónin frá Njarðvík örugglega 94-105. Þór er nú með tíu stig eftir 8 umferðir en Njarðvík, sem voru með sterkan sigur á móti KR í síðasta leik, eru með átta stig. Þetta var fyrsti sigur Þórs í Ljónagryfjunni í 27 ár, eða frá 3. desember 1989. Þór var með yfirhöndina allan leikinn og var stðan 52-57 í hálfleik. Njarðvíkingar voru í miklu basli við að reyna komast yfir, en ef eitthvað fór að ganga upp hjá þeim þá tóku Þórsarar áhlaup og tóku aftur forystuna. Í fjórða leikhluta komust Þór í 11 stiga forskot strax eftir 2 mínútur og slógu öll vopn úr höndumum á Njarðvík. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Bæði lið voru að þreifa á hvort öðru fyrstu mínúturnar og var staðan 12-11 eftir 5 mínútur. Liðin skiptust á að skora, lítil vörn og barátta voru til staðar í byrjun. Bæði lið voru að sýna fína sóknartilburði á meðan varnaleikurinn var ekki upp á marga fiska. Staðan að honum loknum var 26-29 Þór í vil. Liðin héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Skiptust á að skora og lítið um fallega varnartilburði eða baráttu. Þröstu Leó Jóhannsson fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig ásamt því að blása upp smá stemningu hjá gestunum sem hélt út leikinn. Björn Kristjánsson svaraði hinumeginn að krafti og setti niður 9 stig. 52-57 var staðan í hálfleik. Menn fóru aðeins að láta heyra í sér í seinni hálfleik. Tekist var á og barist um 50/50 bolta um allan völl. Gestirnir voru alltaf skrefinu á undan með 5-7 stiga mun. Á síðustu mínútunum fóru liðin að sýna að þeim langaði að vinna þennan leik, annað en í fyrri hálfleik. Staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 76-81. Gestirnir komu sterkari inn í fjórða leikhlutan og voru með 11 stiga forystu þegar 5 mínútur voru eftir. Njarðvíkingar settu punktinn yfir i-ið með lélegum varnarleik í lok leiksins. Það sást langar leiðir að Njarðvíkingar voru alls ekki ánægðir með sinn leik í kvöld. Það var kominn pirringur í liðið en Jóhann Árni Ólafsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar lítið var eftir. Gestirnir sigldu sigrinum auðveldlega í höfn eftir það og endaði leikurinn 94-105.Af hverju vann Þór? Gestirnir frá Akureyri náði upp miklu meiri stemningu í sitt lið heldur en Njarðvík. Þeir tóku yfirhöndina strax í byrjun og héldu henni þar til yfir lauk. Það sást mjög snemma leiks að Þór væri að fara heim með 2 stig í kvöld, þrátt fyrir að hafa spilað allslappa vörn.Bestu menn vallarins: Byrjunarlið Þórsara var frábært í kvöld en þar má helst geta Darrel Lewis en hann skilaði 25 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum í kvöld. Einnig kom Þröstur Leó Jóhansson sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig. Hjá Njarðvíkingum var Jeremy Atkinsson atkvæða mestur með 31 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Undiritaður hefur aldrei sé aðra eins tölfræði. Njarðvíkingar voru með fleiri stoðsendingar heldur en fráköst í leiknum. En þeir tóku 24 fráköst og gáfu 25 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Sama vandamálið var hjá báðum liðum í kvöld þar sem varnaleikurinn var ekki til staðar. Lítil löngun var til staðar til að stoppa andstæðinginn sem skilaði sér í háu stigaskori.Njarðvík-Þór Ak. 94-105 (26-29, 26-28, 24-24, 18-24)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 31/7 fráköst, Björn Kristjánsson 21, Logi Gunnarsson 17/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 5, Jón Arnór Sverrisson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Páll Kristinsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 19/4 fráköst, George Beamon 18/7 fráköst, Danero Thomas 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 13, Ragnar Helgi Friðriksson 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/5 stoðsendingar.Daníel: Ekki sáttur við að varnaleik minna manna í kvöld Eftir að hafa sigrað KR-inga í síðasta leik var Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, vægast sagt ósáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Já varnarlega var þetta ekki í takt við það sem við ætluðum að gera og virkilega súrt eftir tvær fínar frammistöður hjá okkur. Sóknarlega erum við að ná að skora en varnalega erum við alveg off,“ sagði Daníel. Njarðvíkingar fengu 57 stig á sig í fyrri hálfleik á heimavell sem er óásættanlegt að mati Daníels. „Já, það er óásættanlegt að fá á sig svona margar körfur úr þessum playum sem þeir voru með og það eru fjórir leikmenn hjá þeim sem eru í kringum 20 stigin og það er bara of mikið,“ sagði þjálfarinn.Benedikt: Ég var bara í vandræðum við koma mönnum að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var sáttur með sigurinn og að fara heim með tvö stig í kvöld þó að varnaleikurinn hafi ekki verið góður. „Það var allavega ekki varnarleikurinn sem skilaði þessum sigri, eigum við ekki að segja að það hafi verið sóknarleikurinn. Frekar ósáttur með vörnina hjá okkur, eflaust eins og Njarðvíkingarnir líka, þetta var sóknarleikur út í eitt. Get ekki sagt það að ég sé í skýjunum en sigur og 2 stig það er það sem maður verður að taka út úr þessu og vera ánægður með,“ sagði Benedikt. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna í þessum leik. Hann átti í erfiðleikum með að skipta mönnum inná. „Sóknarlega var þetta virkilega gott, þvílík innkoma hjá Þresti Leó og allir að standa sig vel. Ég var bara í vandræðum við að koma mönnum inn af bekknum því að það voru allir að gera vel, þannig það var erfitt að skipta inná því maður vildi ekki taka neinn útaf. Bara frábært hjá mínum mönnum í dag, þeir mættu tilbúnir í dag. Vona að ég fá betri varnarleik í næsta leik en verð bara að hrósa mínum mönnum í dag,“ sagði Benedikt.Þröstur Leó: Það var ekkert annað sem ég gat gert Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Þórs, var hógvær með frammistöðu sína í kvöld. En hann nýtti heldur betur færin sín í þessum leik. „Ég legg aldrei upp með tölfræði. Þeir byrjuðu að öskra á Jeremy að koma nær mér þegar ég setti annan þristinn. Þetta voru allt opin skot hjá mér. Það var ekkert annað sem ég gat gert en að skjóta þessu,“ sagði Þröstur Leó. Hann var ánægður með liðsheildina í kvöld. „Góður sóknarleikur, gáfumst aldrei upp og liðsheildin var það sem skilað okkur sigri hér í dag. Þó þeir væru að skora, misstum við aldrei dampinn. Þetta var leikur baráttunar í stemningunni, bæði lið voru að reyna peppa upp hverja körfu hjá sér. Þeir klikkuðu úr tvem þristum undir lokin og þá rifum við þetta af þeim,“ sagði Þröstur.
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira