Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 19. desember 2016 22:16 Frá vettvangi. mynd/epa Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43