Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:34 Magnús Skarphéðinsson sagðist oft hafa grínast í piltinum og að um gamnislag hefði verið að ræða. Vísir/GVA Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér. Sundlaugar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér.
Sundlaugar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira