Ronda Rousey er ekki hrifinn af því sem Conor McGregor og Floyd Mayweather eru að gera þessa dagana.
Þeir eru að daðra við risabardaga sem myndi færa þeim báðum fáranlegar tekjur.
Ronda segist hafa lært mikið í lífinu síðan hún tapaði fyrir Holly Holm fyrir þrettán mánuðum síðan. Meðal annars að peningar skipta engu máli. Reyndar auðvelt að segja það þegar þú syndir í seðlum.
„Ég var of upptekin við að gleðja alla. Á endanum er það ég sem geng í burtu þunglynd á meðan allir hinir eru glaðir. Allir peningar heimsins skipta mig nákvæmlega engu máli á meðan ég tapa í búrinu,“ sagði Ronda en hún berst við Amöndu Nunes þann 30. desember. Hún barðist lengi við þunglyndi eftir að hafa tapað gegn Holly Holm í fyrra.
Hún er að reyna að sinna minni fjölmiðlavinnu núna en þarf samt að sinna þó nokkurri vinnu þar. Hún segir að þessi læti í Conor og Mayweather séu fáranleg ef þau snúast bara um peninga.
„Ef peningar keyra þá áfram þá mega þeir bara fokka sér. Allt þetta peningafólk. Peninga-Mayweather, Peninga-Conor og svo framvegis. Fólk er að kaupa þetta sem þeir eru að gera. Þessi peningadýrkun í samfélaginu er ekki eðlileg.“
Ronda lætur Conor og Mayweather heyra það

Tengdar fréttir

Af hverju var Conor með hendurnar fyrir aftan bak?
Ein af stóru stundunum í bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez var þegar Írinn setti hendurnar fyrir aftan bak. Muhammad Ali-stund hjá Conor þar.

Conor kominn með hnefaleikaleyfi í Kaliforníu
Ef menn héldu að orðrómur um hnefaleikabardaga á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather væri bara brandari þá þurfa sömu menn að fara að endurskoða þá afstöðu sína.

Mayweather: Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki
Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast.

Allir farnir að herma eftir Conor | Myndbönd
Milljarðalabbið hans Conor McGregor er það heitasta í dag.