Innlendar fréttir 2016: Fótboltafár og forsætisráðherra einkennandi fyrir árið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. desember 2016 09:30 Stjórnmál og fótbolta voru í brennideplinum á árinu sem er að líða. vísir/garðar Það er óhætt að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt. Árið einkenndist að miklu leyti af stjórnmálum enda sagði forsætisráðherra landsins af sér í apríl og í kjölfarið gengu landsmenn til kosninga, eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar. Pattstaða ríkir enn í stjórnmálunum því enn hefur ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn, ellefu vikum eftir kosningar. Það styttir hins vegar alltaf upp og var gleðin allsráðandi þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt út til Frakklands til þess að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta. EM-ævintýrinu eins og það er nú jafnan kallað, enda var árangur þeirra ævintýri líkastur. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda Vísis á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Atburðarásin í kringum Wintris Ótrúleg atburðarás fór af stað eftir þátt Kastljóss hinn 3. apríl um Panama-skjölin þar sem nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra kom fyrir, en hann var skráður fyrir aflandsfélaginu Wintris. Þátturinn leiddi til stærstu mótmæla Íslandssögunnar sem fóru fram á Austurvelli en tugþúsundir Íslendinga komu saman og kröfðust afsagnar Sigmundar. Tveimur dögum eftir þáttinn, hinn 5. apríl, sagði Sigmundur Davíð af sér embætti. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tók í kjölfarið við embættinu, en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti fyrir mistök að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra, líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Panama-lekinn er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Nöfn fjölmargra Íslendinga er að finna í ugögnunum en auk Sigmundar Davíðs voru það þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Ólafur hættir eftir 20 ár í embætti Kosningar voru nokkuð fyrirferðarmiklar því bæði var gengið til Alþingis- og forsetakosninga. Forsetakosningar fóru fram í júlímánuði en aldrei hafa eins margir verið í framboði og nú. Ólafur Ragnar Grímsson, sem ætlaði að bjóða sig fram til embættisins, hætti við framboð og í kjölfarið bauð Davíð Oddsson sig fram. Búist var við að Davíð yrði helsti keppinautur Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, samkvæmt fyrstu skoðanakönnunum, en þegar upp var staðið var það Halla Tómasdóttir sem komst næst Guðna í atkvæðafjölda. Guðni var settur í embættið 1. ágúst, en þá hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið forseti Íslands í 20 ár. Fyrr gengið til AlþingiskosningaAlþingiskosningar voru næstar á dagskrá en landsmenn gengu fyrr til kosninga en áætlað var vegna Wintris-málsins. Mikil gremja ríkti í þjóðfélaginu; landsmenn mótmæltu og skoruðu á stjórnvöld að boða til kosninga þar sem ríkisstjórnin væri rúin trausti. Hinn 29. október gengu Íslendingar að kjörborðinu eftir stutta kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkur hlaut flest atkvæði, eða 29 prósent, og Vinstri græn voru næst stærst með 15,9 prósent. Þó hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn.EM-ævintýrið og skandalarnir Óþarft er að rekja EM-ævintýrið svonefnda ítarlega enda er það eflaust ferskt í minni flestra Íslendinga. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skráði sig á spjöld sögunnar á mótinu og fylgist nánast hvert einasta mannsbarn með liðinu. Það sem varpaði eilitlum skugga á gleðina var að hundruð Íslendinga voru sviknir um miða á leiki Íslands í Frakklandi. Eftirspurn eftir flugmiðum til Frakklands var gríðarleg og sáu margir sér leik á borði og skipulögðu flugferðir út, en stóðu þó ekki endilega við sitt. Björn Steinbekk athafnamaður var á meðal þeirra sem skipulagði ferð út og hefur hann nú verið kærður til lögreglu fyrir fjársvik.Furðufréttir úr ferðamannabransanum Ferðamenn voru áberandi í umræðunni í ár, enda hafa ferðamenn hér á landi aldrei verið fleiri. Bandaríkjamaðurinn Noel Santillian er líklega sá ferðamaður sem vakti hvað mesta athygli en hann endaði óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík. Ástæðan var eitt lítið „r“ en Noel átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg, en GPS-tækið hans beindi honum á LaugaRveg. Önnur frétt sem vakti mikla athygli, og er ein mest lesna frétt ársins á Vísi, er frétt með fyrirsögninni: Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi. Þar segjast hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin yfir heimsókn þeirra til landsins vegna verðlagsins.Leit að rjúpnaskyttum Björgunarsveitir landsins höfðu sem fyrr í nógu að snúast. Meðal viðamestu verkefna björgunarsveitanna var annars vegar þegar tveggja manna var saknað á Snæfellsnesi í nóvember svo og þegar leitað var að Friðriki Rúnari Garðarssyni, en mennirnir þrír áttu það allir sameiginlegt að hafa verið á rjúpnaskytteríi. Þeir fundust allir heilir og höldnu. Fjölmiðlar fylgdust með þegar Friðrik Þór hitti loks fjölskyldu sína, en stundin var afar hjartnæm, líkt og sjá má hér fyrir neðan.(Ó)drykkjarhæfa kranavatnið á Hóteli AdamFréttir um Hótel Adam við Skólavörðustíg vöktu mikla athygli í byrjun árs. Myndum og tilkynningum hafði verið komið upp inni á hótelinu þar sem varað var við kranavatninu, en þess í stað var gestum bent á að drekka vatn af flöskum, sem seldar voru á 400 krónur. Málið vatt upp á sig og fyrr en varði tók heilbrigðiseftirlitið hótelið út og lögregla hóf rannsókn á meintu vinnumansali á hótelinu. Vísir leit við á Hótel Adam, líkt og sjá má hér fyrir neðan.Kvennafrídagurinn haldinn í fjórða sinnÞúsundir kvenna komu saman á Austurvelli á kvennafrídaginn 24.október eftir að hafa lagt niður störf klukkan 14.38 þann dag. Baráttufundir voru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn.Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. 28. apríl 2016 14:57 Stórfurðulegt kjörtímabil að baki: Uppköst, perukökur og IceHot1 Margt gekk á á kjörtímabilinu, sumt alvarlegt en sumt stórfurðulegt og sprenghlægilegt. 28. október 2016 14:00 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Það er óhætt að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt. Árið einkenndist að miklu leyti af stjórnmálum enda sagði forsætisráðherra landsins af sér í apríl og í kjölfarið gengu landsmenn til kosninga, eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar. Pattstaða ríkir enn í stjórnmálunum því enn hefur ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn, ellefu vikum eftir kosningar. Það styttir hins vegar alltaf upp og var gleðin allsráðandi þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt út til Frakklands til þess að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta. EM-ævintýrinu eins og það er nú jafnan kallað, enda var árangur þeirra ævintýri líkastur. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda Vísis á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Atburðarásin í kringum Wintris Ótrúleg atburðarás fór af stað eftir þátt Kastljóss hinn 3. apríl um Panama-skjölin þar sem nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra kom fyrir, en hann var skráður fyrir aflandsfélaginu Wintris. Þátturinn leiddi til stærstu mótmæla Íslandssögunnar sem fóru fram á Austurvelli en tugþúsundir Íslendinga komu saman og kröfðust afsagnar Sigmundar. Tveimur dögum eftir þáttinn, hinn 5. apríl, sagði Sigmundur Davíð af sér embætti. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tók í kjölfarið við embættinu, en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti fyrir mistök að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra, líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Panama-lekinn er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Nöfn fjölmargra Íslendinga er að finna í ugögnunum en auk Sigmundar Davíðs voru það þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Ólafur hættir eftir 20 ár í embætti Kosningar voru nokkuð fyrirferðarmiklar því bæði var gengið til Alþingis- og forsetakosninga. Forsetakosningar fóru fram í júlímánuði en aldrei hafa eins margir verið í framboði og nú. Ólafur Ragnar Grímsson, sem ætlaði að bjóða sig fram til embættisins, hætti við framboð og í kjölfarið bauð Davíð Oddsson sig fram. Búist var við að Davíð yrði helsti keppinautur Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, samkvæmt fyrstu skoðanakönnunum, en þegar upp var staðið var það Halla Tómasdóttir sem komst næst Guðna í atkvæðafjölda. Guðni var settur í embættið 1. ágúst, en þá hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið forseti Íslands í 20 ár. Fyrr gengið til AlþingiskosningaAlþingiskosningar voru næstar á dagskrá en landsmenn gengu fyrr til kosninga en áætlað var vegna Wintris-málsins. Mikil gremja ríkti í þjóðfélaginu; landsmenn mótmæltu og skoruðu á stjórnvöld að boða til kosninga þar sem ríkisstjórnin væri rúin trausti. Hinn 29. október gengu Íslendingar að kjörborðinu eftir stutta kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkur hlaut flest atkvæði, eða 29 prósent, og Vinstri græn voru næst stærst með 15,9 prósent. Þó hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn.EM-ævintýrið og skandalarnir Óþarft er að rekja EM-ævintýrið svonefnda ítarlega enda er það eflaust ferskt í minni flestra Íslendinga. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skráði sig á spjöld sögunnar á mótinu og fylgist nánast hvert einasta mannsbarn með liðinu. Það sem varpaði eilitlum skugga á gleðina var að hundruð Íslendinga voru sviknir um miða á leiki Íslands í Frakklandi. Eftirspurn eftir flugmiðum til Frakklands var gríðarleg og sáu margir sér leik á borði og skipulögðu flugferðir út, en stóðu þó ekki endilega við sitt. Björn Steinbekk athafnamaður var á meðal þeirra sem skipulagði ferð út og hefur hann nú verið kærður til lögreglu fyrir fjársvik.Furðufréttir úr ferðamannabransanum Ferðamenn voru áberandi í umræðunni í ár, enda hafa ferðamenn hér á landi aldrei verið fleiri. Bandaríkjamaðurinn Noel Santillian er líklega sá ferðamaður sem vakti hvað mesta athygli en hann endaði óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík. Ástæðan var eitt lítið „r“ en Noel átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg, en GPS-tækið hans beindi honum á LaugaRveg. Önnur frétt sem vakti mikla athygli, og er ein mest lesna frétt ársins á Vísi, er frétt með fyrirsögninni: Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi. Þar segjast hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin yfir heimsókn þeirra til landsins vegna verðlagsins.Leit að rjúpnaskyttum Björgunarsveitir landsins höfðu sem fyrr í nógu að snúast. Meðal viðamestu verkefna björgunarsveitanna var annars vegar þegar tveggja manna var saknað á Snæfellsnesi í nóvember svo og þegar leitað var að Friðriki Rúnari Garðarssyni, en mennirnir þrír áttu það allir sameiginlegt að hafa verið á rjúpnaskytteríi. Þeir fundust allir heilir og höldnu. Fjölmiðlar fylgdust með þegar Friðrik Þór hitti loks fjölskyldu sína, en stundin var afar hjartnæm, líkt og sjá má hér fyrir neðan.(Ó)drykkjarhæfa kranavatnið á Hóteli AdamFréttir um Hótel Adam við Skólavörðustíg vöktu mikla athygli í byrjun árs. Myndum og tilkynningum hafði verið komið upp inni á hótelinu þar sem varað var við kranavatninu, en þess í stað var gestum bent á að drekka vatn af flöskum, sem seldar voru á 400 krónur. Málið vatt upp á sig og fyrr en varði tók heilbrigðiseftirlitið hótelið út og lögregla hóf rannsókn á meintu vinnumansali á hótelinu. Vísir leit við á Hótel Adam, líkt og sjá má hér fyrir neðan.Kvennafrídagurinn haldinn í fjórða sinnÞúsundir kvenna komu saman á Austurvelli á kvennafrídaginn 24.október eftir að hafa lagt niður störf klukkan 14.38 þann dag. Baráttufundir voru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn.Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. 28. apríl 2016 14:57 Stórfurðulegt kjörtímabil að baki: Uppköst, perukökur og IceHot1 Margt gekk á á kjörtímabilinu, sumt alvarlegt en sumt stórfurðulegt og sprenghlægilegt. 28. október 2016 14:00 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30
Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. 28. apríl 2016 14:57
Stórfurðulegt kjörtímabil að baki: Uppköst, perukökur og IceHot1 Margt gekk á á kjörtímabilinu, sumt alvarlegt en sumt stórfurðulegt og sprenghlægilegt. 28. október 2016 14:00
Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14
Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41