Samkvæmt Facebooksíðu Sjómannasambandsins höfnuðu 76 prósent þeirra sem tóku þátt samningunum.
86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningunum.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga á milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Félags vélstjóra og málmtæknimanna mun liggja fyrir á föstudaginn.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir í tilkynningu að niðurstaðan valdi vonbrigðum.
„Mikil vinna var lögð í samningana og miðað við gerðar kröfur sjómanna telur SFS að komið hafi verið verulega til móts við þær. Er því óljóst á hvaða forsendum sjómenn kjósa að fella gerða samninga. Ósætti, sem ekki er hönd á festandi, er erfitt að lækna. Við tekur hins vegar ótímabundið verkfall, með ófyrirséðu fjárhagslegu tjóni fyrir útgerðir, sjómenn og samfélagið allt. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir alla hlutaðeigandi.“