Flokksleiðtogar missaga um milljarða í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 13:04 Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira