Egyptar fleyta pundinu Lars Christensen skrifar 14. desember 2016 09:00 Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun