Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:45 Nokkrir af þeim sem komu við sögu í umfangsmestu dómsmálum ársins í viðskiptalífinu. Vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira