Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 18:26 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent