Aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna vaxandi ferðamennsku Hrönn Garðarsdóttir og Jón H. H. Sen skrifar 13. desember 2016 07:00 Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun