Staffan Olsson: Lars er fyrirmyndin mín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2016 13:15 vísir/getty/vilhelm stokstad Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira