Sport

Stelpurnar á undan Frökkum eftir að hafa bætt metið um meira en átján sekúndur | Urðu í 11. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska sveitin var skipuð þeim Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Bryndísi Rún Hansen og Jóhannu Gerðu Gústafsdóttur.
Íslenska sveitin var skipuð þeim Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Bryndísi Rún Hansen og Jóhannu Gerðu Gústafsdóttur. Mynd/Sundsamband Íslands, samsett
Íslenska kvennasveitin endaði í ellefta sæti í 4 x 100 metra fjórsundi kvenna á HM í Windsor í Kanada en þetta var lokagrein íslenska hópsins á mótinu.

Stelpurnar syntu á 4:00,08 mínútum og bættu fimm ára landsmet um 18,7 sekúndur sem er rosaleg flott og mikil bæting. Gamla metið var sund upp á 4:18,78 mínútur frá því í desember 2011.

Íslenska sveitin var grátlega nálægt því að komast undir fjórar mínútur en þar munaði aðeins átta hundraðshlutum úr sekúndu.

Íslensku sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Til þess að komast inn í úrslitariðil hefði sveitin þurft að synda á 3:56,64 mínútum.

Íslenska sveitin var næst á eftir Svíum (10. sæti) og á undan Finnum (12. sæti). Íslensku stelpurnar voru líka á undan Frökkum (13. sæti). Ísland var 7,23 sekúndum á eftir bandarísku sveitinni sem náði besta tímanum í undanrásunum.

Bandaríkin, Japan, Ástralía, Kanada, Ítalía, Rússland, Kína og Bretland eiga sveitir í úrslitasundinu í nótt.


Tengdar fréttir

Bryndís bætti Íslandsmetið sitt

Bryndís Rún Hansen, úr Óðni, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×