Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar Sveinn Arnarsson skrifar 28. desember 2016 14:00 Margeir segir á annað hundrað ferðamanna stansa daglega til að klappa og gefa hrossum hans. Margeir Ingólfsson „Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson
Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15